Fylgi við stjórnarflokkana eykst 19. september 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira