Halldór fær enga hveitibrauðsdaga 15. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun