Sekt og ábyrgð 12. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun