Þörf er á meiri sveigjanleika 8. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun