Höll minninganna 2. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar