Nýtt þjóðfélag í sköpun 31. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun