Veljum hagkvæmt 27. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar