Málefnin eru mikilvægust 20. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun