Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL 18. ágúst 2004 00:01 Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti