Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL 18. ágúst 2004 00:01 Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira