Njálsbrenna hin síðari 13. október 2005 14:32 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun