Þjóðfélagið allt ein málstofa 10. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun