Valur haldur sigurgöngunni áfram 13. október 2005 14:24 Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira