Vonbrigði í Washington 6. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun