Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna 21. júní 2004 00:01 Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun