Aukinn kraftur í jafnréttisumræðu Dagur B. Eggertsson skrifar 18. júní 2004 00:01 Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun