Þrenna Nínu í sigri Vals 15. júní 2004 00:01 Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira
Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira