Fórnarlamb víðtæks samsæris Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar