Viðskipti Bein útsending: Nýsköpunardagur Haga Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. Viðskipti innlent 28.4.2021 11:31 Verðlaunuðu ríkislögreglustjóra, framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt á mánudag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. Viðskipti innlent 28.4.2021 10:41 Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. Viðskipti innlent 28.4.2021 09:48 Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. Viðskipti innlent 28.4.2021 08:01 Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. Viðskipti innlent 28.4.2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. Atvinnulíf 28.4.2021 07:00 Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. Viðskipti innlent 28.4.2021 06:36 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 27.4.2021 14:42 Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. Viðskipti innlent 27.4.2021 14:40 387 störfuðu að jafnaði hjá þeim fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota Samtals voru 149 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Af þeim voru 25 með launþega í fyrra samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem er 36% fækkun frá mars 2020. Viðskipti innlent 27.4.2021 12:56 Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. Viðskipti innlent 27.4.2021 07:28 „Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 27.4.2021 06:00 Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Viðskipti innlent 26.4.2021 22:00 Yeezy-skórnir hans Kanye seldust á 225 milljónir króna Par af Yeezy strigaskóm, sem hannaðir eru af rapparanum Kanye West og hann klæddist á Grammy verðlaunahátíðinni 2008, seldust á dögunum fyrir 1,8 milljónir Bandaríkjadala, eða um 225 milljónir króna. Strigaskór hafa aldrei áður selst á svo háu verði. Viðskipti erlent 26.4.2021 17:33 Bein útsending: Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi afhent Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi. Viðskipti innlent 26.4.2021 15:30 Opnunin á Íslandi markaði útrás Flying Tiger í Danmörku Fyrsta Flying Tiger Copenhagen verslunin á Íslandi var opnuð í Kringlunni árð 2001. Í tilefni tímamótanna verða uppákomur og skemmtilegheit í verslunum út árið. Samstarf 26.4.2021 14:01 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. Viðskipti innlent 26.4.2021 11:38 Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Viðskipti innlent 26.4.2021 10:44 Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa. Viðskipti erlent 26.4.2021 09:20 Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. Atvinnulíf 26.4.2021 07:00 Notaður bolli seldist á 1,7 milljónir Kona búsett í Stafangri rataði í fjölmiðla í Noregi á dögunum fyrir sögulega hátt verð sem hún fékk fyrir Múmínbolla sem hún var að selja frá sér. Engin furða, enda var verðið lyginni líkast: Hún fékk 110.000 norskar krónur fyrir þennan eina staka bolla, andvirði 1.650.000 króna. Viðskipti erlent 25.4.2021 21:59 Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. Viðskipti innlent 25.4.2021 17:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. Atvinnulíf 25.4.2021 08:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Atvinnulíf 24.4.2021 10:01 Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Viðskipti innlent 23.4.2021 20:25 Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri. Viðskipti innlent 23.4.2021 19:00 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. Viðskipti innlent 23.4.2021 15:43 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. Neytendur 23.4.2021 13:47 Hátt í tíu milljarðar króna greiddir út í tekjufallsstyrki Hátt í tíu milljarðar króna hafa verið greiddir út í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 23.4.2021 11:34 „Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? Atvinnulíf 23.4.2021 07:01 « ‹ 269 270 271 272 273 274 275 276 277 … 334 ›
Bein útsending: Nýsköpunardagur Haga Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. Viðskipti innlent 28.4.2021 11:31
Verðlaunuðu ríkislögreglustjóra, framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt á mánudag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. Viðskipti innlent 28.4.2021 10:41
Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. Viðskipti innlent 28.4.2021 09:48
Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. Viðskipti innlent 28.4.2021 08:01
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. Viðskipti innlent 28.4.2021 07:01
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. Atvinnulíf 28.4.2021 07:00
Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. Viðskipti innlent 28.4.2021 06:36
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 27.4.2021 14:42
Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. Viðskipti innlent 27.4.2021 14:40
387 störfuðu að jafnaði hjá þeim fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota Samtals voru 149 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Af þeim voru 25 með launþega í fyrra samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem er 36% fækkun frá mars 2020. Viðskipti innlent 27.4.2021 12:56
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. Viðskipti innlent 27.4.2021 07:28
„Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 27.4.2021 06:00
Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Viðskipti innlent 26.4.2021 22:00
Yeezy-skórnir hans Kanye seldust á 225 milljónir króna Par af Yeezy strigaskóm, sem hannaðir eru af rapparanum Kanye West og hann klæddist á Grammy verðlaunahátíðinni 2008, seldust á dögunum fyrir 1,8 milljónir Bandaríkjadala, eða um 225 milljónir króna. Strigaskór hafa aldrei áður selst á svo háu verði. Viðskipti erlent 26.4.2021 17:33
Bein útsending: Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi afhent Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi. Viðskipti innlent 26.4.2021 15:30
Opnunin á Íslandi markaði útrás Flying Tiger í Danmörku Fyrsta Flying Tiger Copenhagen verslunin á Íslandi var opnuð í Kringlunni árð 2001. Í tilefni tímamótanna verða uppákomur og skemmtilegheit í verslunum út árið. Samstarf 26.4.2021 14:01
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. Viðskipti innlent 26.4.2021 11:38
Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Viðskipti innlent 26.4.2021 10:44
Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa. Viðskipti erlent 26.4.2021 09:20
Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. Atvinnulíf 26.4.2021 07:00
Notaður bolli seldist á 1,7 milljónir Kona búsett í Stafangri rataði í fjölmiðla í Noregi á dögunum fyrir sögulega hátt verð sem hún fékk fyrir Múmínbolla sem hún var að selja frá sér. Engin furða, enda var verðið lyginni líkast: Hún fékk 110.000 norskar krónur fyrir þennan eina staka bolla, andvirði 1.650.000 króna. Viðskipti erlent 25.4.2021 21:59
Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. Viðskipti innlent 25.4.2021 17:01
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. Atvinnulíf 25.4.2021 08:00
Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Atvinnulíf 24.4.2021 10:01
Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Viðskipti innlent 23.4.2021 20:25
Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri. Viðskipti innlent 23.4.2021 19:00
Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. Viðskipti innlent 23.4.2021 15:43
Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. Neytendur 23.4.2021 13:47
Hátt í tíu milljarðar króna greiddir út í tekjufallsstyrki Hátt í tíu milljarðar króna hafa verið greiddir út í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 23.4.2021 11:34
„Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? Atvinnulíf 23.4.2021 07:01