Öfund á vinnustöðum er ekkert grín Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2022 07:01 Að vera grænn af öfund út í vinnufélaga er verst fyrir þann sem upplifir þessa líðan. Öfundsýki getur líka haft bein áhrif á það hvernig okkur tekst til í starfi en mögulega er hægt að snúa vörn í sókn. Vísir/Getty Stundum fleygjum við orðatiltækinu „að vera græn af öfund“ fram í gríni. En öfund á vinnustöðum er þó ekkert grín. Þannig hafa rannsóknir sýnt að þegar öfund grasserar á vinnustöðum eru afleiðingarnar oft þær að heiðarleiki og traust ekki til staðar á milli vinnufélaga eins og þyrfti. Þá eru líkur á baktali á vinnustaðnum mun meiri en ella. Öfundsýki getur líka verið skýringin á því hvers vegna sumt starfsfólk er skilið út undan af vinnufélögum sínum. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir vinnustaði að takast á við öfund. Því fæstir vilja viðurkenna að þeir séu öfundsjúkir eða afbrýðisamir út í vinnufélaga. Að vera öfundsjúkur er hins vegar líðan sem fyrst og fremst skaðar þann sem finnur til öfundar eða afbrýðisemi. Í umfjöllun Harvard Business Review um öfund á vinnustöðum er til dæmis bent á að sá sem upplifir öfund dregur samhliða úr sínu eigin sjálfsmati. Öfundsýki getur líka haft bein áhrif á það hvernig okkur gengur í vinnunni. Því ef að við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað aðrir eru að gera eða hversu vel þeim gengur, erum við ekki með hugann nægilega vel í okkar eigin verkefnum. Það vill hins vegar enginn vera öfundsjúkur. Þess vegna kallar öfund og afbrýðisemi fram ónot innra með okkur. Enda líðan sem við erum að reynum að fela og viljum jafnvel ekki viðurkenna fyrir okkur sjálfum. En mögulega er hægt að snúa vörn í sókn. Því í umfjöllun Discover má lesa um rannsókn frá árinu 2019 þar sem niðurstöður draga fram nokkur jákvæð atriði sem öfund getur kallað fram. Þessi atriði eru: Við verðum metnaðarfylltri til að standa okkur vel í starfi Við verðum viljugri til að bæta okkur sjálf, til dæmis með því að læra eitthvað nýtt Við erum vandvirkari þegar að við skoðum ráðningaauglýsingar Öfundin getur gert okkur betri í að setja okkur markmið og ná þeim Stundum gerir öfundin það að verkum að við leitum frekar ráða hjá samstarfsfélaga, jafnvel þeim sem við erum að öfundast út í. Að uppræta öfund á vinnustöðum er alltaf af því góða. Því niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að þar sem öfund er til staðar, verður andrúmsloft oft þrungið spennu, fólk verður þreyttari eftir vinnudaginn og finnur jafnvel til þunglyndis. Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. 10. júní 2022 07:00 Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01 Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. 13. maí 2022 07:01 Það sem við eigum að forðast í samskiptum við yfirmanninn Samskiptin okkar við yfirmenn geta verið af alls kyns toga. Stundum tengt okkur sjálfum eða starfinu okkar en stundum einfaldlega spjall eða samtöl um einhver verkefni. 6. maí 2022 07:00 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þannig hafa rannsóknir sýnt að þegar öfund grasserar á vinnustöðum eru afleiðingarnar oft þær að heiðarleiki og traust ekki til staðar á milli vinnufélaga eins og þyrfti. Þá eru líkur á baktali á vinnustaðnum mun meiri en ella. Öfundsýki getur líka verið skýringin á því hvers vegna sumt starfsfólk er skilið út undan af vinnufélögum sínum. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir vinnustaði að takast á við öfund. Því fæstir vilja viðurkenna að þeir séu öfundsjúkir eða afbrýðisamir út í vinnufélaga. Að vera öfundsjúkur er hins vegar líðan sem fyrst og fremst skaðar þann sem finnur til öfundar eða afbrýðisemi. Í umfjöllun Harvard Business Review um öfund á vinnustöðum er til dæmis bent á að sá sem upplifir öfund dregur samhliða úr sínu eigin sjálfsmati. Öfundsýki getur líka haft bein áhrif á það hvernig okkur gengur í vinnunni. Því ef að við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað aðrir eru að gera eða hversu vel þeim gengur, erum við ekki með hugann nægilega vel í okkar eigin verkefnum. Það vill hins vegar enginn vera öfundsjúkur. Þess vegna kallar öfund og afbrýðisemi fram ónot innra með okkur. Enda líðan sem við erum að reynum að fela og viljum jafnvel ekki viðurkenna fyrir okkur sjálfum. En mögulega er hægt að snúa vörn í sókn. Því í umfjöllun Discover má lesa um rannsókn frá árinu 2019 þar sem niðurstöður draga fram nokkur jákvæð atriði sem öfund getur kallað fram. Þessi atriði eru: Við verðum metnaðarfylltri til að standa okkur vel í starfi Við verðum viljugri til að bæta okkur sjálf, til dæmis með því að læra eitthvað nýtt Við erum vandvirkari þegar að við skoðum ráðningaauglýsingar Öfundin getur gert okkur betri í að setja okkur markmið og ná þeim Stundum gerir öfundin það að verkum að við leitum frekar ráða hjá samstarfsfélaga, jafnvel þeim sem við erum að öfundast út í. Að uppræta öfund á vinnustöðum er alltaf af því góða. Því niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að þar sem öfund er til staðar, verður andrúmsloft oft þrungið spennu, fólk verður þreyttari eftir vinnudaginn og finnur jafnvel til þunglyndis.
Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. 10. júní 2022 07:00 Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01 Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. 13. maí 2022 07:01 Það sem við eigum að forðast í samskiptum við yfirmanninn Samskiptin okkar við yfirmenn geta verið af alls kyns toga. Stundum tengt okkur sjálfum eða starfinu okkar en stundum einfaldlega spjall eða samtöl um einhver verkefni. 6. maí 2022 07:00 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. 10. júní 2022 07:00
Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01
Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. 13. maí 2022 07:01
Það sem við eigum að forðast í samskiptum við yfirmanninn Samskiptin okkar við yfirmenn geta verið af alls kyns toga. Stundum tengt okkur sjálfum eða starfinu okkar en stundum einfaldlega spjall eða samtöl um einhver verkefni. 6. maí 2022 07:00
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02