

Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið.
Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá.
Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára.
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Hrönn Greipsdóttur í starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu.
Áttunda árið í röð hlýtur BYKO hæstu einkunnina í flokki byggingavöruverslana í Íslensku ánægjuvoginni en niðurstöður hennar voru kynntar á Grand Hótel í morgun. BYKO hefur sigrað flokkinn frá því mælingar hófust 2018.
Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina.
Jónína Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA//Fjeldco. Hún tekur við stöðunni af Elísabetu Einarsdóttur og hefur þegar hafið störf.
Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða.
Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Ofar og tekur hann einnig sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hlutverk hans verður að samræma og efla sölu og markaðsókn tekjusviða fyrirtækisins ásamt því að finna ný tækifæri til vaxtar.
Indó er sigurvegari Ánægjuvogarinnar árið 2024. Í morgun voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar í tuttugasta og sjötta skiptið.
Ferðaþjónustuvikan hefur verið haldin nú í vikunni þar sem áhersla er lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni.
Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest Airlines undirrituðu í gær samstarfssamning og verður Icelandair þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest.
Brynja Kolbrún Pétursdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður fjármálasviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og hefur þegar tekið til starfa.
Í dag verða niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar birtar.
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Elísabet Hanna Maríudóttir hefur tekið við sem samskiptastjóri Bara tala. Í tilkynningu frá Bara tala á Linkedin segir að Elísabet Hanna komi til liðs við þau með víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og almannatengslum.
Ég horfði á líflausan símann í hendi mér. Ég var mögulega í vandræðum. Það var orðið dimmt og engin umferð. Ég fann kvíðahnútinn vaxa í maganum, þennan splunkunýja sem óreyndir rafbílaökumenn þjást af, drægnikvíðinn.
Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári
Heildarafli ársins 2024 var tæplega 994 þúsund tonn sem er 28 prósent minni afli en árið 2023.
Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt frá hlutabréfaeign sinni í Twitter í aðdraganda kaupa hans á samfélagsmiðlinum en þannig mun hann hafa greitt að minnsta kosti 150 milljónum dala minna en annars.
Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis.
Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna í dag vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða.
Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures.
Stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Bjarni Guðmundsson framkvæmdstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum.
Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig.
„Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði.
Flugfélagið Ryanair hefur gert ákall eftir að farþegar sem ferðast um evrópska flugvelli megi einungis kaupa tvo drykki fyrir flugtak. Með takmörkuninni yrði komið í veg fyrir að ölvaðir farþegar yllu truflun um borð.
Útibúi hamborgarastaðarins 2 Guys hefur lokað á Ægisíðu.
Kristín Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Snjallgögnum sem rekstrarstjóri.