Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 11:20 Stór áform eru um landeldi á Suðurlandi, meðal annars við Þorlákshöfn. Þau gætu allt að þrefaldað jarðvarmanotkun á næstu áratugum samkvæmt nýrri orkuspá. Vísir/Arnar Halldórsson Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð. Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð.
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira