Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Árni Sæberg skrifar 4. desember 2025 11:04 Húsnæðið á horni Frakkastígs og Hverfisgötu var merkt Forréttabarnum í gær. Vísir/Vilhelm Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Þetta staðfestir Róbert í samtali við Vísi en íbúar í miðborginni tóku eftir því í gær að merkjum Forréttabarsins var komið fyrir í gluggum húsnæðisins á Frakkastíg. Hann segir að reynt verði að fanga sem mest af sömu stemningunni og ríkir á Nýlendugötunni en þó með þeirri breytingu að opið verði í hádeginu á nýja staðnum, þriðjudaga til laugardaga. Hugsanlega verði matseðillinn aðeins minni í sniðum en í móðurskipinu og hádegistilboð og tilboð á barnum yfir daginn verði á nýja staðnum. Í nýja húsnæðinu sé salur sem hægt verði að leigja undir einkasamkvæmi, líkt og hægt var á Brewdog. Hefur engar áhyggjur af leyfamálum Stefnt sé að opnun staðarins strax í janúar og hann hafi engar áhyggjur af leyfamálum, sem plagað hafa veitingamenn undanfarin misseri. Staðurinn verði enda rekinn af sama félagi og rak Brewdog og því séu öll leyfi þegar til staðar. Róbert rak Brewdog í félagi við tvo aðra um árabil en tilkynnt var í október að staðnum yrði lokað, að lokinni hálfgerðri brunaútsölu á bjórbirgðum barsins. Með í maganum en hóflega bjartsýnn Róbert segist munu reka Forréttabarinn á Frakkastíg einn, líkt og á Nýlendugötu. Hann gengst við því að vissulega sé ákveðin bjartsýni í því að opna veitingastað í núverandi markaðsaðstæðum. „Maður er náttúrulega smá með í maganum en ég hef fengið góð viðbrögð og fólk er spennt.“ Hann vonist til þess að fá austurbæinga á staðinn sem hafi ekki hætt sér vestur í bæ og segir mikla uppbyggingu í gangi í nágrenni nýja staðarins, þar séu að rísa tvö hótel og Hverfisgatan öll sé orðin hin glæsilegasta. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Þetta staðfestir Róbert í samtali við Vísi en íbúar í miðborginni tóku eftir því í gær að merkjum Forréttabarsins var komið fyrir í gluggum húsnæðisins á Frakkastíg. Hann segir að reynt verði að fanga sem mest af sömu stemningunni og ríkir á Nýlendugötunni en þó með þeirri breytingu að opið verði í hádeginu á nýja staðnum, þriðjudaga til laugardaga. Hugsanlega verði matseðillinn aðeins minni í sniðum en í móðurskipinu og hádegistilboð og tilboð á barnum yfir daginn verði á nýja staðnum. Í nýja húsnæðinu sé salur sem hægt verði að leigja undir einkasamkvæmi, líkt og hægt var á Brewdog. Hefur engar áhyggjur af leyfamálum Stefnt sé að opnun staðarins strax í janúar og hann hafi engar áhyggjur af leyfamálum, sem plagað hafa veitingamenn undanfarin misseri. Staðurinn verði enda rekinn af sama félagi og rak Brewdog og því séu öll leyfi þegar til staðar. Róbert rak Brewdog í félagi við tvo aðra um árabil en tilkynnt var í október að staðnum yrði lokað, að lokinni hálfgerðri brunaútsölu á bjórbirgðum barsins. Með í maganum en hóflega bjartsýnn Róbert segist munu reka Forréttabarinn á Frakkastíg einn, líkt og á Nýlendugötu. Hann gengst við því að vissulega sé ákveðin bjartsýni í því að opna veitingastað í núverandi markaðsaðstæðum. „Maður er náttúrulega smá með í maganum en ég hef fengið góð viðbrögð og fólk er spennt.“ Hann vonist til þess að fá austurbæinga á staðinn sem hafi ekki hætt sér vestur í bæ og segir mikla uppbyggingu í gangi í nágrenni nýja staðarins, þar séu að rísa tvö hótel og Hverfisgatan öll sé orðin hin glæsilegasta.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira