Viðskipti innlent

Ís­lands­banki vill sættast við Fjár­mála­eftir­litið

Íslandsbanki hefur óskað eftir því að ljúka málinu vegna sölu hluta ríkisins í Íslandsbanka með sátt. Fjármálaeftirlitið hefur sagt bankann kunna að hafa brotið gegn tilgreindum ákvæðum laga og reglna sem um starfsemi hans gilda. Bankinn hefur sett fram hluta skýringa sinna við frummati Fjármálaeftirlitsins. Stjórnendur bankans segjast taka frummatinu alvarlega.

Viðskipti innlent

Seðla­banka­stjóri segir Ís­lendinga í góð­æris­vanda

Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í þriðja sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Þá er kynntur til sögunnar nýr flokkur: Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi.

Viðskipti innlent

Seðla­bankinn hafi dregið stutta stráið

Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn.

Viðskipti innlent

Andri Þór ráðinn til Advania

Andri Þór Atlason hefur gengið til liðs við mannauðslausnir Advania til að leiða vörustýringu og þróun Bakvarðar. Hann starfaði áður hjá Abacus Medicine og hefur víðtæka reynslu úr tækni- og lyfjageiranum í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent

Landsbankinn tapaði máli sem gæti varðað um 70 þúsund lán

Landsbankanum hefur verið gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtaka sem telja að um 70 þúsund sambærileg lán hafi verið tekin á undanförnum árum. Komist var að öndverðri niðurstöðu í sambærilegu máli gegn Arion banka. 

Viðskipti innlent