Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 13:33 Ólafur Þórisson er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vísir/Vilhelm Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira