Viðskipti innlent

Breyta ál­vers­byggingu í Helgu­vík í „grænan iðn­garð“

Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent

Munu fljúga þrisvar í viku til Köben

Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar.

Viðskipti innlent

Fólk geti grætt umtalsvert með einu símtali til bankans

Verðbólga er komin yfir tíu prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár. Markaðsaðilar spá enn einni stýrivaxtahækkuninni í næsta mánuði og útlit er fyrir að verðbólgan verði þrálát. Dósent í fjármálum segir mikilvægt að fólk sem á pening á bankareikningum kanni hvort vextir á þeirra reikningum séu þeir bestu. Einstaklingur með tíu milljónir króna á almennum veltureikningi gæti grætt hálfa milljón á ári við það eitt að færa peninginn yfir á hagstæðari bankareikning. 

Viðskipti innlent

Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir

Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 

Viðskipti innlent

66°Norður loka á Strikinu

Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að loka verslun sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn. Yfirmaður verslunarsviðs segir að verið sé að hagræða í rekstri og mæta breytingum á markaði. Fyrirtækið opnaði verslunina á Strikinu árið 2015.

Viðskipti innlent

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. 

Viðskipti innlent

Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi

Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár.

Viðskipti innlent