1,4 milljarða sparnaður af uppsögnum 140 starfsmanna í maí og júní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 08:28 Lausafé nam 64,8 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs. Vísir/Vilhelm Icelandair skilaði 86 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi og var EBIT afkoma félagsins 457 milljónir. Einingakostnaður lækkaði um 2,4 prósent þrátt fyrir verðbólgu, sem má rekja til endurnýjunar flotans, aðhalds og aukinnar skilvirni í rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun