Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:42 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði. Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði.
Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent