Viðskipti innlent Valgeir nýr framkvæmdastjóri happdrættis DAS Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Viðskipti innlent 8.3.2023 13:52 Hringdu Kauphallarbjöllunni fyrir jafnrétti kynjanna Kvenforstjórar félaga í Kauphöllinni hringdu í morgun bjöllu í húsnæði Kauphallarinnar fyrir jafnrétti kynjanna í tilefni af Alþjóðadegi kvenna sem haldinn er í dag. Viðskipti innlent 8.3.2023 13:02 Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“. Viðskipti innlent 7.3.2023 21:42 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. Viðskipti innlent 7.3.2023 17:13 Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Viðskipti innlent 7.3.2023 16:10 RB sendi gögn um viðskiptavini indó á vitlausan banka Mistök urðu í gagnaafhendingu Reiknistofu bankanna (RB) sem varð til þess að gögn um fjárhagsfærslur viðskiptavina indó voru send inn í lokað tölvukerfi Kviku banka. Kvika hvorki skoðaði né rýndi í gögnin heldur var þeim tafarlaus eytt. Viðskipti innlent 7.3.2023 15:52 Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag í Silfurbergi í Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 14. Fjármálaráðherra mun flytja ávarp á fundinum. Viðskipti innlent 7.3.2023 13:48 Haraldur svarar ásökunum Musk fullum hálsi Ekki sér fyrir endann á ritdeilum milli Elon Musk, eiganda Twitter, og Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrverandi starfsmanns Twitter sem hófust í nótt. Haraldur hefur útskýrt vöðvarýrnun sem hann glímir við fyrir Musk og spyr hvort hann ætli ekki örugglega að gera upp skuld sína gagnvart Haraldi. Viðskipti innlent 7.3.2023 13:39 Hótel, baðlón og heilsulind við Langasand á Akranesi Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:59 Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:32 Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:21 Annar metsölumánuður Play í röð Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. Viðskipti innlent 7.3.2023 09:16 Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. Viðskipti innlent 7.3.2023 08:06 Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 6.3.2023 21:06 Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Viðskipti innlent 6.3.2023 20:44 Fimmtíu sagt upp í tveimur hópuppsögnum í febrúar Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem fimmtíu starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 6.3.2023 14:50 Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania. Viðskipti innlent 6.3.2023 11:28 Nýtt þyrlufyrirtæki með höfuðstöðvar á Ólafsfirði HeliAir Iceland er nýjasta þyrlufyrirtæki landsins en félagið verður með höfuðstöðvar sínar á Ólafsfirði. Félaginu var úthlutað flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu á dögunum og blés til opnunarhófs af því tilefni. Viðskipti innlent 6.3.2023 10:34 Einar ráðinn framkvæmdastjóri Sólar Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007. Viðskipti innlent 6.3.2023 09:34 Ráðin mannauðsleiðtogi Malbikunarstöðvarinnar Guðrún Árný Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsleiðtogi hjá Malbikstöðinni og hefur nú þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 6.3.2023 08:42 Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Viðskipti innlent 3.3.2023 09:46 Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál. Viðskipti innlent 3.3.2023 09:10 Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Viðskipti innlent 2.3.2023 17:37 Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ Viðskipti innlent 2.3.2023 11:29 Sex vilja verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Sex umsóknir bárust um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabankans en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 7. febrúar síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar. Viðskipti innlent 2.3.2023 10:05 Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:33 Helga Rún og Erla Soffía til Swapp Agency Swapp Agency hefur ráðið Helgu Rún Jónsdóttur og Erlu Soffíu Jóhannesdóttur í ört vaxandi teymi fyrirtækisins. Helga Rún gengur til liðs við Swapp Agency sem gæðastjóri en um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu. Erla Soffía hefur verið ráðin sem fjármálafulltrúi. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:23 Alvotech tapaði rúmlega 73 milljörðum króna Alvotech tapaði 513,6 milljónum dollara árið 2022, rúmlega 73 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur á árinu voru 85 milljónir dollara og jukust um 45 milljónir milli ára. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:18 Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:13 Vilja Hopp-hjól í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Snæfellsnesi og Tröllaskaga fyrir sumarið Stefnt er að því að koma Hopp-hjólum í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fyrir sumarið. Viðskipti innlent 2.3.2023 06:30 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
Valgeir nýr framkvæmdastjóri happdrættis DAS Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Viðskipti innlent 8.3.2023 13:52
Hringdu Kauphallarbjöllunni fyrir jafnrétti kynjanna Kvenforstjórar félaga í Kauphöllinni hringdu í morgun bjöllu í húsnæði Kauphallarinnar fyrir jafnrétti kynjanna í tilefni af Alþjóðadegi kvenna sem haldinn er í dag. Viðskipti innlent 8.3.2023 13:02
Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“. Viðskipti innlent 7.3.2023 21:42
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. Viðskipti innlent 7.3.2023 17:13
Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Viðskipti innlent 7.3.2023 16:10
RB sendi gögn um viðskiptavini indó á vitlausan banka Mistök urðu í gagnaafhendingu Reiknistofu bankanna (RB) sem varð til þess að gögn um fjárhagsfærslur viðskiptavina indó voru send inn í lokað tölvukerfi Kviku banka. Kvika hvorki skoðaði né rýndi í gögnin heldur var þeim tafarlaus eytt. Viðskipti innlent 7.3.2023 15:52
Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag í Silfurbergi í Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 14. Fjármálaráðherra mun flytja ávarp á fundinum. Viðskipti innlent 7.3.2023 13:48
Haraldur svarar ásökunum Musk fullum hálsi Ekki sér fyrir endann á ritdeilum milli Elon Musk, eiganda Twitter, og Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrverandi starfsmanns Twitter sem hófust í nótt. Haraldur hefur útskýrt vöðvarýrnun sem hann glímir við fyrir Musk og spyr hvort hann ætli ekki örugglega að gera upp skuld sína gagnvart Haraldi. Viðskipti innlent 7.3.2023 13:39
Hótel, baðlón og heilsulind við Langasand á Akranesi Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:59
Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:32
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:21
Annar metsölumánuður Play í röð Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. Viðskipti innlent 7.3.2023 09:16
Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. Viðskipti innlent 7.3.2023 08:06
Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 6.3.2023 21:06
Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Viðskipti innlent 6.3.2023 20:44
Fimmtíu sagt upp í tveimur hópuppsögnum í febrúar Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem fimmtíu starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 6.3.2023 14:50
Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania. Viðskipti innlent 6.3.2023 11:28
Nýtt þyrlufyrirtæki með höfuðstöðvar á Ólafsfirði HeliAir Iceland er nýjasta þyrlufyrirtæki landsins en félagið verður með höfuðstöðvar sínar á Ólafsfirði. Félaginu var úthlutað flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu á dögunum og blés til opnunarhófs af því tilefni. Viðskipti innlent 6.3.2023 10:34
Einar ráðinn framkvæmdastjóri Sólar Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007. Viðskipti innlent 6.3.2023 09:34
Ráðin mannauðsleiðtogi Malbikunarstöðvarinnar Guðrún Árný Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsleiðtogi hjá Malbikstöðinni og hefur nú þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 6.3.2023 08:42
Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Viðskipti innlent 3.3.2023 09:46
Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál. Viðskipti innlent 3.3.2023 09:10
Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Viðskipti innlent 2.3.2023 17:37
Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ Viðskipti innlent 2.3.2023 11:29
Sex vilja verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Sex umsóknir bárust um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabankans en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 7. febrúar síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar. Viðskipti innlent 2.3.2023 10:05
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:33
Helga Rún og Erla Soffía til Swapp Agency Swapp Agency hefur ráðið Helgu Rún Jónsdóttur og Erlu Soffíu Jóhannesdóttur í ört vaxandi teymi fyrirtækisins. Helga Rún gengur til liðs við Swapp Agency sem gæðastjóri en um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu. Erla Soffía hefur verið ráðin sem fjármálafulltrúi. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:23
Alvotech tapaði rúmlega 73 milljörðum króna Alvotech tapaði 513,6 milljónum dollara árið 2022, rúmlega 73 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur á árinu voru 85 milljónir dollara og jukust um 45 milljónir milli ára. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:18
Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær. Viðskipti innlent 2.3.2023 09:13
Vilja Hopp-hjól í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Snæfellsnesi og Tröllaskaga fyrir sumarið Stefnt er að því að koma Hopp-hjólum í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fyrir sumarið. Viðskipti innlent 2.3.2023 06:30