Viðskipti innlent

Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns

Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila.

Viðskipti innlent

Segist maðurinn til að leiða bankann á­fram og tekur varnaðar­orðum VR al­var­lega

Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 

Viðskipti innlent

Ís­lands­banka­salan eitt far­sælasta út­boðið í Evrópu

Stjórnar­menn Banka­sýslu ríkisins segja það hafa verið mikil von­brigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Þeir standa við orð sín um að hluta­fjár­út­boðið hafi verið það far­sælasta í Ís­lands­sögunni og segja það eitt af far­sælli út­boðum Evrópu.

Viðskipti innlent

Toppur verður að Bonaqua

Vörumerkið Toppur mun brátt heyra sögunni til. Nafnabreyting verður á vörunni í sumar og mun drykkurinn framvegis kallast Bonaqua. Engin breyting verður þó á bragði eða þeim bragðtegundum sem í boði eru.

Viðskipti innlent

Ekki hægt að gera starfs­­menn per­­sónu­­lega á­byrga fyrir sektar­greiðslum

Hægt er að hafa fullt traust á ís­lensku fjár­mála­kerfi þrátt fyrir þá at­vika­lýsingu sem lesa má um í sátt Fjár­mála­eftir­litsins við Ís­lands­banka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efna­hags-og við­skipta­nefnd fyrir skemmstu. Full­trúar frá Seðla­bankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins.

Viðskipti innlent

Birna lætur af störfum hjá Ís­lands­banka

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“.

Viðskipti innlent