Kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Martin Tansøy er rekstarstjóri hjá Bolt. Til að byrja með verða átta hundruð Bolt-hjól í Reykjavík. bolt Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin. Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin. Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin.
Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira