Viðskipti innlent

Tekjur í hagkerfinu vaxa og eigið fé fyrirtækja styrkist um tíu prósent
Heildarvöxtur tekna í viðskiptahagkerfinu var um 6,2 prósent á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar.

Vilja ræða við eigendur Samherja
Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er komin lengra.

Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár.

Samruni fjölmiðla samþykktur
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að að grípa til íhlutunar vegna samruna Torgs og Hringbrautar Fjölmiðla ehf.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs haggast ekki
Horfur eru stöðugar.

Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem tilkynnt var um í síðasta mánuði.

Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi
Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðila án árangurs. Í framhaldinu hafa deilurnar farið stigvaxandi.

Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar.

Jón er nýr stjórnarformaður Símans
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, er nýr stjórnarformaður Símans eftir að ný stjórn kjörinn í dag. elga Valfells hefur verið kjörin varaformaður stjórnarinnar.

Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum
Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina.

Stjórnarformaðurinn náði ekki kjöri í stjórn Símans
Hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan, stjórnarformaður Símans, náði ekki kjöri í stjórn fyrirtækisins á hluthafafundi í morgun. Fyrir fundinn var lögð fram tillaga að afturkalla umboð stjórnarmanna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um þá sem buðu fram krafta sína.

Mandi pizza í stað Nonnabita
Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti.

Hjónin selja bréfin sín í VÍS fyrir 1,5 milljarða
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu.

Saman hjá Teymi, Basko og nú Skeljungi
Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs

Icelandair setur stefnuna á enn meiri sjálfvirkni
Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast.

Lánuðu of mikið út á of lágum vöxtum
Breyttar áherslur viðskiptabankanna vekja spurningar um of mikinn útlánavöxt og of lág vaxtakjör á síðustu árum að sögn hagfræðings. Bankakerfið sé að ganga í gegnum leiðréttingu.

Enginn mun verða skikkaður í hælaskó
Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna.

Áhættumat banka Samherja til skoðunar
Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað.

Vill skiptastjóra WOW úr starfi
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins.

Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu
Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir.

Haukur yfir fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Haukur Camillus Benediktsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Steinunn og Guðmundur færa sig til Intellecta
Intellecta hefur bætt við ráðgjöf sína og ráðið til starfa tvo ráðgjafa, þau Guðmund Arnar Þórðarson á sviði upplýsingatækni og Steinunni Ketilsdóttur á sviði stafrænnar fræðslu fyrr á þessu ári.

Frá Já.is og Gallup til Cubus
Sigurður Bjarnason hefur verið ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna hjá hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækinu Cubus.

Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp
Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun.

Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun
Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum.

Íbúðaverð heldur áfram að hækka
Íbúðaverð hækkaði um 0,5% milli mánaða í október og er þetta þriðji mánuðurinn í röð þar sem íbúðaverð hækkar meira en um hálft prósentustig milli mánaða.

Ingólfur til starfa hjá Origo
Ingólfur Björn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu- og vörustýringar hjá þjónustulausnum Origo.

Kara Connect tryggir sér 160 milljónir
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu.

Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja
Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil.