Tinni Kári Jóhannesson hefur verið ráðinn ráðningarstjóri og „senior ráðgjafi“ hjá Góðum samskiptum. Hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Capacent á sviði ráðninga, vinnustaðamenningar og stefnumótunar.
Í tilkynningu segir að auk þess að starfa hjá Capacent á Íslandi þá hafi Tinni unnið við ráðningar hjá Waterstone Human Capital og starfsráðgjöf hjá DeGroote School of Business - McMaster University í Kanada.
„Tinni er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá sama skóla. Hann sinnir nú aðstoðarkennslu í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.
Tinni er í sambúð með Fanneyju Þórisdóttur, fræðslufulltrúa og markþjálfa. Hann á eina dóttur úr fyrra sambandi,“ segir í tilkynningunni.