Viðskipti innlent

Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur verulega hættu á að fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum. Þá er fjármálaeftirlit bankans að skoða möguleg óeðlileg afskipti verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins af hlutafjárútboði Icelandair.

Krónan mætt í miðbæ Reykjavíkur
Krónan opnar sína fyrstu verslun í miðbæ Reykjavíkur klukkan níu í fyrramálið. Verslunin verður við Hallveigarstíg þar sem áður var verslun Bónus í nokkur ár og svo Super 1.

Fiskikóngurinn sár eftir fyrirvaralausa SMS-uppsögn starfsmanna
Kristján Berg Ásgeirsson, oftast kenndur við fiskverslun sína Fiskikónginn, kveðst hafa setið eftir með sárt ennið þegar tveir starfsmenn verslunarinnar sögðu fyrirvaralaust upp störfum í gegnum SMS-skilaboð um helgina.

Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða
Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði.

Bein útsending: Eru sóttvarnaraðgerðir yfir gagnrýni hafnar?
Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur í dag fyrir fjarfundi undir yfirskriftinni „Sóttvarnarhagfræði: eru sóttvarnaraðgerðir yfir gagnrýni hafnar?“.

Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það.

Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp
Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum.

Áttu sjö billjónir en skulduðu tvær
Eiginfjárstaða fjölskyldna hér á landi nam samtals 5,1 þúsund milljörðum á síðasta ári. Heildarskuldir námu 2,2 þúsund milljörðum. Eignir aukast meira en skuldir á milli ára

Ráðin framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun
Sigrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri á skrifstofu forstjóra Tryggingastofnunar og gegnir hún jafnframt stöðu staðgengils forstjóra.

Bein útsending: Seðlabankinn kynnir Fjármálastöðugleika
Klukkan 10 hefst bein útsending frá Seðlabanka Íslands.

Tölur sýna samdráttinn í ferðaþjónustunni
Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu.

Baráttan við faraldurinn langdregnari en vonir voru bundnar við
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur stóru viðskiptabankana þrjá, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion banka, búa yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins.

Una Sighvatsdóttir til aðstoðar forseta Íslands
Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. 188 sóttu um starfið sem auglýst var í sumar.

Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans
Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Hannes Högni nýr prófessor
Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar.

Matarverð hækkar umtalsvert
Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þriðjung. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum.

Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi
Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis.

Teitur Björn til Íslensku lögfræðistofunnar
Teitur Björn Einarsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september.

ÍAV hlutskarpast í útboði bandarískra yfirvalda
Verktakafyrirtækið ÍAV gerði tilboð upp á 5,3 milljarða íslenskra króna í verkefni sem bandaríska varnarmálaráðuneytið bauð út.

Matarkarfan hækkað um 6,3 prósent á níu mánuðum
Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði.

Stöð 2 og Luxor í samstarf
Stöð 2 og Luxor hafa undirritað samstarfssamning um að fyrirtækin vinni saman á næstu árum við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni.

Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs
Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag.

Lækka bensínverð um 37 krónur á Akureyri
Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneytislítranum á bensínstöðinni við Baldursnes á Akureyri til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika og á Sprengisandi.

Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita
Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað.

Félag Björgólfs fær sjötíu milljarða fyrir sölu á Play
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play.

Vonbrigði fyrir Ballarin að „drífa ekki alla leið“
Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum.

Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair
Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár.

Íbúðaverð hækkar verulega á milli mánaða
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%.

LIVE sektað um 2,2 milljónir
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) þarf að greiða 2,2 milljóna króna sekt vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti í mars á þessu ári.

Henný til aðstoðar ríkisstjórninni
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar með aðsetur í forsætisráðuneytinu.