Sautján þúsund án atvinnu í mars Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 09:48 Hlutfall starfandi dróst saman um 2,6 prósentustig samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. Samanburður við mars 2020 sýnir að atvinnulausum fjölgaði um 11.200 manns á milli ára eða um 5,4 prósentustig. Töluverður slaki var á vinnumarkaði í mánuðinum. Niðurstöður Hagstofunnar sýna að um 37.600 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu sem jafngildir 17,4% af einstaklingum á vinnumarkaði og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 44,3% atvinnulausir, 17,9% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 16,2% í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 21,6% starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira. Samanburður við mars 2020 sýnir að slaki á vinnumarkaði hefur aukist um 7,2 prósentustig á milli ára. Sambærilegar tölur um slaka mátti sjá í október 2020. Hlutfall starfandi dróst saman Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 78,1% í mars og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 71,8%. Samanburður við febrúar 2021 sýnir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 0,3 prósentustig á milli mánaða og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 1,9 prósentustig. Samanburður við mars 2020 sýnir að hlutfall starfandi dróst saman um 2,6 prósentustig á meðan atvinnuþátttaka jókst um 1,4 prósentustig á milli ára. Þó sjá megi nokkra aukningu í atvinnuþátttöku á milli ára er atvinnuþátttaka þó töluvert lægri nú en í mars árin 2017 til 2019 þegar hún var á bilinu 79,3% til 83,0%. Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. 16. mars 2021 19:20 Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. 22. mars 2021 18:26 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Samanburður við mars 2020 sýnir að atvinnulausum fjölgaði um 11.200 manns á milli ára eða um 5,4 prósentustig. Töluverður slaki var á vinnumarkaði í mánuðinum. Niðurstöður Hagstofunnar sýna að um 37.600 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu sem jafngildir 17,4% af einstaklingum á vinnumarkaði og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 44,3% atvinnulausir, 17,9% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 16,2% í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 21,6% starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira. Samanburður við mars 2020 sýnir að slaki á vinnumarkaði hefur aukist um 7,2 prósentustig á milli ára. Sambærilegar tölur um slaka mátti sjá í október 2020. Hlutfall starfandi dróst saman Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 78,1% í mars og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 71,8%. Samanburður við febrúar 2021 sýnir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 0,3 prósentustig á milli mánaða og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 1,9 prósentustig. Samanburður við mars 2020 sýnir að hlutfall starfandi dróst saman um 2,6 prósentustig á meðan atvinnuþátttaka jókst um 1,4 prósentustig á milli ára. Þó sjá megi nokkra aukningu í atvinnuþátttöku á milli ára er atvinnuþátttaka þó töluvert lægri nú en í mars árin 2017 til 2019 þegar hún var á bilinu 79,3% til 83,0%.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. 16. mars 2021 19:20 Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. 22. mars 2021 18:26 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54
Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. 16. mars 2021 19:20
Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. 22. mars 2021 18:26