Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 16:29 Forstjóri félagsins segir niðurstöðuna vera mjög ánægjulegu miðað við aðstæður. Festi Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups. Markaðir Verslun Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups.
Markaðir Verslun Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira