Viðskipti innlent Aldrei fleiri íbúðir í fjölbýli selst yfir ásettu verði Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri. Viðskipti innlent 13.12.2021 07:23 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. Viðskipti innlent 11.12.2021 14:28 Hagnaður móðurfélags Rúmfatalagersins tæpir tveir milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi Lagersins Iceland ehf. var rekstrarhagnaður félagsins 1.851 milljón króna árið 2021. Félagið rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og Ilvu. Viðskipti innlent 10.12.2021 19:00 Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Viðskipti innlent 10.12.2021 15:00 Atvinnuleysi stendur í stað Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Viðskipti innlent 10.12.2021 12:07 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Viðskipti innlent 10.12.2021 11:11 Tekur við markaðsmálunum hjá Origo Lóa Bára Magnúsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Origo. Viðskipti innlent 10.12.2021 09:04 Flugvélar Play með besta nýja útlit ársins Útlit flugvéla flugfélagsins Play hlaut verðlaun TheDesignAir fyrir besta nýja útlit ársins í flugheiminum. Viðskipti innlent 9.12.2021 19:04 Smitten vex með Lísu Rán Lísa Rán Arnórsdóttir hefur gengið til liðs við stefnumóta appið Smitten. Hún var áður vörustjóri farsíma-, net- og sjónvarpsþjónustu Nova. Lísa hóf störf þann 4. nóvember síðastliðinn. Viðskipti innlent 9.12.2021 16:47 Jón segir skilið við Össur eftir aldarfjórðung og Sveinn tekur við Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er sestur í helgan stein eftir 26 ár í starfi. Sveinn Sölvason hefur verið skipaður arftaki hans. Viðskipti innlent 9.12.2021 16:37 Iða úr Arnarlax í Lax-Inn Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu. Viðskipti innlent 9.12.2021 16:04 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. Viðskipti innlent 9.12.2021 13:26 Guðmundur frá Arion banka til VÍS Guðmundur Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá VÍS. Viðskipti innlent 9.12.2021 11:08 Borgin þurfi að fara í megrun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Viðskipti innlent 8.12.2021 21:26 Örvar nýr meðeigandi hjá PwC Örvar O. Ólafsson hefur bæst í hóp eigenda hjá PwC. Viðskipti innlent 8.12.2021 11:34 Bein útsending: Kynning á yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem kynnt var í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2021 09:20 Ólafía nýr fjármálastjóri Deloitte Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Deloitte á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Sunnu Dóru Einarsdóttur, meðeigenda Deloitte og sviðsstjóra Viðskiptalausna, sem hefur gengt því starfi undanfarin fimm ár. Viðskipti innlent 8.12.2021 08:58 Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Viðskipti innlent 8.12.2021 08:47 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Viðskipti innlent 7.12.2021 12:16 Kemur til Isavia frá Össuri Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia. Viðskipti innlent 7.12.2021 10:31 Koma ný inn í eigendahóp KPMG Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson hafa komið ný inn í eigendahópi KPMG. Viðskipti innlent 7.12.2021 09:49 Yngsti æðarbóndi landsins ætlar að koma æðardúnsvefnpokanum á kortið Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðarbóndi landsins. Hann fer fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Icelandic Eider sem stefnir að því að verða fyrsta fyrirtækið í heiminum til að fjöldaframleiða æðardúnsvefnpoka. Viðskipti innlent 7.12.2021 09:01 Icelandair á enn langt í land Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 6.12.2021 19:04 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. Viðskipti innlent 6.12.2021 18:14 Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. Viðskipti innlent 5.12.2021 08:02 Frumherji endurskoðar eignarhaldið Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, og Andri Gunnarsson stjórnarformaður keyptu á dögunum út aðra hluthafa félagsins. Viðskipti innlent 3.12.2021 14:23 Þórdís Anna frá Kviku til Landsvirkjunar Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun. Hún kemur til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf undanfarin þrjú ár. Viðskipti innlent 3.12.2021 13:35 Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Viðskipti innlent 3.12.2021 12:20 ELKO og Uno gefa bækling „stafrænt viðbótarlíf“ Fyrirtækin Uno og ELKO tóku nýverið höndum saman og blésu „stafrænu viðbótarlífi“ í jólagjafahandbók ELKO. Það var gert með notkun þess sem kallast aukinn veruleiki eða Augmented Reality á ensku (AR). Viðskipti innlent 2.12.2021 22:44 Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Viðskipti innlent 2.12.2021 20:01 « ‹ 137 138 139 140 141 142 143 144 145 … 334 ›
Aldrei fleiri íbúðir í fjölbýli selst yfir ásettu verði Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri. Viðskipti innlent 13.12.2021 07:23
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. Viðskipti innlent 11.12.2021 14:28
Hagnaður móðurfélags Rúmfatalagersins tæpir tveir milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi Lagersins Iceland ehf. var rekstrarhagnaður félagsins 1.851 milljón króna árið 2021. Félagið rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og Ilvu. Viðskipti innlent 10.12.2021 19:00
Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Viðskipti innlent 10.12.2021 15:00
Atvinnuleysi stendur í stað Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Viðskipti innlent 10.12.2021 12:07
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Viðskipti innlent 10.12.2021 11:11
Tekur við markaðsmálunum hjá Origo Lóa Bára Magnúsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Origo. Viðskipti innlent 10.12.2021 09:04
Flugvélar Play með besta nýja útlit ársins Útlit flugvéla flugfélagsins Play hlaut verðlaun TheDesignAir fyrir besta nýja útlit ársins í flugheiminum. Viðskipti innlent 9.12.2021 19:04
Smitten vex með Lísu Rán Lísa Rán Arnórsdóttir hefur gengið til liðs við stefnumóta appið Smitten. Hún var áður vörustjóri farsíma-, net- og sjónvarpsþjónustu Nova. Lísa hóf störf þann 4. nóvember síðastliðinn. Viðskipti innlent 9.12.2021 16:47
Jón segir skilið við Össur eftir aldarfjórðung og Sveinn tekur við Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er sestur í helgan stein eftir 26 ár í starfi. Sveinn Sölvason hefur verið skipaður arftaki hans. Viðskipti innlent 9.12.2021 16:37
Iða úr Arnarlax í Lax-Inn Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu. Viðskipti innlent 9.12.2021 16:04
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. Viðskipti innlent 9.12.2021 13:26
Guðmundur frá Arion banka til VÍS Guðmundur Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá VÍS. Viðskipti innlent 9.12.2021 11:08
Borgin þurfi að fara í megrun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Viðskipti innlent 8.12.2021 21:26
Örvar nýr meðeigandi hjá PwC Örvar O. Ólafsson hefur bæst í hóp eigenda hjá PwC. Viðskipti innlent 8.12.2021 11:34
Bein útsending: Kynning á yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem kynnt var í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2021 09:20
Ólafía nýr fjármálastjóri Deloitte Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Deloitte á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Sunnu Dóru Einarsdóttur, meðeigenda Deloitte og sviðsstjóra Viðskiptalausna, sem hefur gengt því starfi undanfarin fimm ár. Viðskipti innlent 8.12.2021 08:58
Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Viðskipti innlent 8.12.2021 08:47
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Viðskipti innlent 7.12.2021 12:16
Kemur til Isavia frá Össuri Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia. Viðskipti innlent 7.12.2021 10:31
Koma ný inn í eigendahóp KPMG Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson hafa komið ný inn í eigendahópi KPMG. Viðskipti innlent 7.12.2021 09:49
Yngsti æðarbóndi landsins ætlar að koma æðardúnsvefnpokanum á kortið Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðarbóndi landsins. Hann fer fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Icelandic Eider sem stefnir að því að verða fyrsta fyrirtækið í heiminum til að fjöldaframleiða æðardúnsvefnpoka. Viðskipti innlent 7.12.2021 09:01
Icelandair á enn langt í land Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 6.12.2021 19:04
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. Viðskipti innlent 6.12.2021 18:14
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. Viðskipti innlent 5.12.2021 08:02
Frumherji endurskoðar eignarhaldið Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, og Andri Gunnarsson stjórnarformaður keyptu á dögunum út aðra hluthafa félagsins. Viðskipti innlent 3.12.2021 14:23
Þórdís Anna frá Kviku til Landsvirkjunar Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun. Hún kemur til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf undanfarin þrjú ár. Viðskipti innlent 3.12.2021 13:35
Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Viðskipti innlent 3.12.2021 12:20
ELKO og Uno gefa bækling „stafrænt viðbótarlíf“ Fyrirtækin Uno og ELKO tóku nýverið höndum saman og blésu „stafrænu viðbótarlífi“ í jólagjafahandbók ELKO. Það var gert með notkun þess sem kallast aukinn veruleiki eða Augmented Reality á ensku (AR). Viðskipti innlent 2.12.2021 22:44
Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Viðskipti innlent 2.12.2021 20:01