Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Máni Snær Þorláksson skrifar 14. apríl 2023 10:11 Samskip hafa samið um smíði tveggja vetnisknúinna flutningaskipa. Aðsend Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. Í tilkynningu frá Samskipum kemur fram að vetnisknúnu skipin munu flytja vörur milli Noregs og Hollands. Þau verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án útblásturs sem mengar. Þá segir að skipin verði einnig útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku. Samskip sömdu við indversku skipasmíðastöðina Cochin Shipyard Ltd. um smíði skipanna. Hönnun þeirra er unnin í samstarfi við Naval Dynamics í Noregi. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa hér á landi, segir hönnun og smíði skipanna vera stórt skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum félagsins: „Við erum afar stolt af þátttökunni í þessu verkefni, enda er baráttan við loftslagsbreytingar einhver sú mikilvægasta sem allar þjóðir standa frammi fyrir. Samskip starfa um heim allan og leggja sig fram um að vera fremst í flokki við að draga úr umhverfisáhrifum í flutningastarfsemi.“ Þá segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptadeildar Samskipa að sjálfbærni sé samofin kjarnastefnu félagsins. Markmiðið sé að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. „Í skipaflutningum til og frá Íslandi árið 2022 minnkaði útblástur CO2 á hverja flutningseiningu um 15,2% milli ára og hafði þá dregist saman um 35,1% frá 2019. Þar spila saman aukin notkun lífdísils og bætt nýting í flutningskerfum Samskipa. Vetnisskipin eru afar spennandi kostur notkun þeirra í Noregi kemur til með að kenna okkur mikið um mögulega notkun slíkra skipa víðar í flutningskerfi Samskipa.“ Skipaflutningar Loftslagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í tilkynningu frá Samskipum kemur fram að vetnisknúnu skipin munu flytja vörur milli Noregs og Hollands. Þau verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án útblásturs sem mengar. Þá segir að skipin verði einnig útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku. Samskip sömdu við indversku skipasmíðastöðina Cochin Shipyard Ltd. um smíði skipanna. Hönnun þeirra er unnin í samstarfi við Naval Dynamics í Noregi. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa hér á landi, segir hönnun og smíði skipanna vera stórt skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum félagsins: „Við erum afar stolt af þátttökunni í þessu verkefni, enda er baráttan við loftslagsbreytingar einhver sú mikilvægasta sem allar þjóðir standa frammi fyrir. Samskip starfa um heim allan og leggja sig fram um að vera fremst í flokki við að draga úr umhverfisáhrifum í flutningastarfsemi.“ Þá segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptadeildar Samskipa að sjálfbærni sé samofin kjarnastefnu félagsins. Markmiðið sé að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. „Í skipaflutningum til og frá Íslandi árið 2022 minnkaði útblástur CO2 á hverja flutningseiningu um 15,2% milli ára og hafði þá dregist saman um 35,1% frá 2019. Þar spila saman aukin notkun lífdísils og bætt nýting í flutningskerfum Samskipa. Vetnisskipin eru afar spennandi kostur notkun þeirra í Noregi kemur til með að kenna okkur mikið um mögulega notkun slíkra skipa víðar í flutningskerfi Samskipa.“
Skipaflutningar Loftslagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira