Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 21:55 Hjónin Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir, forstjóri Film Húsavík. Sirrý Arnardóttir Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega. Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega.
Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira