Viðskipti innlent

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Viðskipti innlent

Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar

Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum.

Viðskipti innlent

Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku

Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin.

Viðskipti innlent

Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi

RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag.

Viðskipti innlent

Cintamani tekur yfir rekstur hjóla­búðarinnar GÁP

Cintamani hefur keypt húsnæði og rekstur hjólabúðarinnar GÁP í Faxafeni 7 í Reykjavík. Í kjölfar kaupanna var gerður samstarfssamningur um rekstur vefverslunarinnar Adidas.is sem rekin hefur verið í Faxafeni af Sportmönnum, umboðsaðila Adidas á Íslandi, undanfarinn áratug.

Viðskipti innlent

Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám

Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Iðn­þing 2022

„Græn iðnbylting á Íslandi“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi á Vísi, en í hópi ræðumanna má finna þrjá ráðherra.

Viðskipti innlent