Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 14:41 Finnur Árnason, Ari Daníelsson og Guðrún Þorgeirsdóttir eru öll á leið úr stjórn Íslandsbanka. íslandsbanki Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. Ari hefur setið í stjórn frá mars 2022 og komst í fréttir þegar greint var frá því að stjórnarmaðurinn hafi keypt bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands var Ara óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. Íslandsbanka hefur borið töluvert á góma í opinberri umræðu vegna söluferlisins í fyrra.Vísir/Vilhelm Ný stjórn Íslandsbanka verður kjörin á hluthafafundi sem fram fer 28. júlí næstkomandi. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn bankans hafi brotið lög við framkvæmd útboðs á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022. Í samkomulagi bankans við Seðlabankann gengst hann við því að hafa brotið gegn lögum við söluferlið og lýkur málinu með greiðslu 1,16 milljarða króna sektar. Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Lögmaður og fyrrverandi fjármálastjóri Arion banka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn og þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu tilnefningarnefndar sem birt var í dag. Stefán var fjármálastjóri Arion banka á árunum 2010 til 2021 og hefur starfað sem fjármálastjóri hjá lyfjaþróunarfyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals ehf. frá árinu 2022, að sögn tilnefningarnefndar. Haukur er sagður hafa starfað sem lögmaður í um tvo áratugi og þar af sem sjálfstætt starfandi lögmaður í fimmtán ár. Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en tveir þeirra sitja áfram í stjórn. Þetta eru Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Haukur Örn Birgisson sem kemur nýr inn, og svo Herdís Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til áframhaldandi setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hafi tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka: Linda Jónsdóttir, Frosti Ólafsson, Stefán Pétursson, Valgerður Skúladóttir, og Páll Grétar Steingrímsson sem varamaður. Líkt og fyrr segir er lagt til að Linda og Stefán komi ný inn í stjórn en aðrir eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. „Þegar litið er til baka var margt sem draga má lærdóm af,“ sagði Finnur nýverið um framkvæmd söluútboðsins í ársskýrslu Íslandsbanka og sagði ljóst að bankinn hefði átt að standa sig betur „í ákveðnum þáttum.“ Auk Birnu Einarsdóttur bankastjóra og áðurnefndra stjórnarmanna hafa fleiri hætt hjá bankanum eftir niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Þeirra á meðal eru Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hafi víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi Í skýrslu tilnefningarnefndar Íslandsbanka kemur fram að Linda Jónsdóttir sé framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Hún hafi áður verið fjármálastjóri fyrirtækisins og þar áður forstöðumaður fjárstýringar, fjármögnunar og fjárfestatengsla. Linda Jónsdóttir er tilnefnd í sæti nýs formanns stjórnar Íslandsbanka.Marel „Linda hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af stjórnun, fjármálum, hugbúnaði og rekstri í gegnum störf sín hjá Marel, en hjá félaginu starfa um 8.000 manns í yfir 30 löndum og veltir árlega 1,7 milljarði evra. Linda hefur einnig víðtæka starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi frá störfum sínum fyrir Eimskip, Burðarás og Straum fjárfestingarbanka. Linda situr í stjórn Vísindagarða og hefur áður sinnt stjórnarstörfum fyrir Viðskiptaráð Íslands og Framtakssjóð Íslands (FSÍ),“ segir í ágripi tilnefningarnefndar. Linda er sögð vera með meistaragráðu í Fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík, Cand. Oecon gráðu frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og löggildingarpróf í verðbréfamiðlun. Þá eigi Linda 12.659 hluti í Íslandsbanka og maki hennar 12.659 hluti. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. 28. júní 2023 11:59 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Ari hefur setið í stjórn frá mars 2022 og komst í fréttir þegar greint var frá því að stjórnarmaðurinn hafi keypt bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands var Ara óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. Íslandsbanka hefur borið töluvert á góma í opinberri umræðu vegna söluferlisins í fyrra.Vísir/Vilhelm Ný stjórn Íslandsbanka verður kjörin á hluthafafundi sem fram fer 28. júlí næstkomandi. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn bankans hafi brotið lög við framkvæmd útboðs á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022. Í samkomulagi bankans við Seðlabankann gengst hann við því að hafa brotið gegn lögum við söluferlið og lýkur málinu með greiðslu 1,16 milljarða króna sektar. Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Lögmaður og fyrrverandi fjármálastjóri Arion banka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn og þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu tilnefningarnefndar sem birt var í dag. Stefán var fjármálastjóri Arion banka á árunum 2010 til 2021 og hefur starfað sem fjármálastjóri hjá lyfjaþróunarfyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals ehf. frá árinu 2022, að sögn tilnefningarnefndar. Haukur er sagður hafa starfað sem lögmaður í um tvo áratugi og þar af sem sjálfstætt starfandi lögmaður í fimmtán ár. Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en tveir þeirra sitja áfram í stjórn. Þetta eru Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Haukur Örn Birgisson sem kemur nýr inn, og svo Herdís Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til áframhaldandi setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hafi tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka: Linda Jónsdóttir, Frosti Ólafsson, Stefán Pétursson, Valgerður Skúladóttir, og Páll Grétar Steingrímsson sem varamaður. Líkt og fyrr segir er lagt til að Linda og Stefán komi ný inn í stjórn en aðrir eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. „Þegar litið er til baka var margt sem draga má lærdóm af,“ sagði Finnur nýverið um framkvæmd söluútboðsins í ársskýrslu Íslandsbanka og sagði ljóst að bankinn hefði átt að standa sig betur „í ákveðnum þáttum.“ Auk Birnu Einarsdóttur bankastjóra og áðurnefndra stjórnarmanna hafa fleiri hætt hjá bankanum eftir niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Þeirra á meðal eru Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hafi víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi Í skýrslu tilnefningarnefndar Íslandsbanka kemur fram að Linda Jónsdóttir sé framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Hún hafi áður verið fjármálastjóri fyrirtækisins og þar áður forstöðumaður fjárstýringar, fjármögnunar og fjárfestatengsla. Linda Jónsdóttir er tilnefnd í sæti nýs formanns stjórnar Íslandsbanka.Marel „Linda hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af stjórnun, fjármálum, hugbúnaði og rekstri í gegnum störf sín hjá Marel, en hjá félaginu starfa um 8.000 manns í yfir 30 löndum og veltir árlega 1,7 milljarði evra. Linda hefur einnig víðtæka starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi frá störfum sínum fyrir Eimskip, Burðarás og Straum fjárfestingarbanka. Linda situr í stjórn Vísindagarða og hefur áður sinnt stjórnarstörfum fyrir Viðskiptaráð Íslands og Framtakssjóð Íslands (FSÍ),“ segir í ágripi tilnefningarnefndar. Linda er sögð vera með meistaragráðu í Fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík, Cand. Oecon gráðu frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og löggildingarpróf í verðbréfamiðlun. Þá eigi Linda 12.659 hluti í Íslandsbanka og maki hennar 12.659 hluti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. 28. júní 2023 11:59 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01
Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. 28. júní 2023 11:59