Viðskipti innlent

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni
Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

„Það er ekkert hægt að slaka á kröfunum þegar þú ert að búa til fatnað fyrir íslenska sjómenn“
„Fyrir mér kom ekkert annað til greina en að flaggskipsverslun okkar í Evrópu yrði í London,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður en fyrirtækið opnaði formlega nýja verslun á Regent Street í London í gær. Þetta er fyrsta verslun fyrirtækisins sem opnar utan Íslands og Danmerkur.

Nýr skólameistari ráðinn hjá Menntaskólanum á Ísafirði
Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina.

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg
Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið.

Hefja áætlunarflug til Varsjár
Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl.

Engar hópuppsagnir í nóvember
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum nóvembermánuði.

Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins
Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi.

Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech
Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar.

Ætla að flytja íslenskt vatn til frumbyggja í Kanada
Íslenskt vatn verður flutt út til frumbyggjabyggða í Kanada á næsta ári. Forsprakki verkefnisins segir að kanadísk yfirvöld muni fjármagna verkefnið í von um að bæta fyrir það sem miður hefur farið í mannkynssögunni.

Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík
Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk.

Ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR
Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Matís síðustu ár.

Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála
Krónan og Rio Tinto fengu afhent Hvatningarverðlaun jafnréttismála í hátíðasal Háskóla Íslands í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn.

Kaupir Stálsmiðjuna-Framtak
Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits.

Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum
Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf.

Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð
Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi.

Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar
Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári.

Þrír nýir starfsmenn til Fossa
Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Fossa fjárfestingarbanka, Hrafnkell Ásgeirsson, Sigrún Vala Hauksdóttir og Rúnar Friðriksson.

Jón Þór nýr upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Jón Þór Víglundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Félag lýtalæknisins Ágústs Birgissonar hagnaðist mest
Félag lýtalæknisins Ágústs Birgissonar hagnaðist um rúmlega fimmtíu milljónir króna á síðasta ári og skipar efsta sætið á lista yfir hagnað samlags- og sameignarfélaga á sviði lækninga.

Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurvallar fyrir 2023
Isavia stendur fyrir morgunfundi í dag þar sem farið verður yfir farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2023 sem og uppbyggingu og framkvæmdir sem framundan eru á flugvellinum.

Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri
Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum.

Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði
Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi.

Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu
Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar.

Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða
Eignarhaldsfélagið Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða króna á árinu 2021. Hagnaður fyrirtækisins tæplega tvöfaldast milli ára. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 68 prósent í árslok.

Lovísa nýr fréttastjóri hjá Fréttablaðinu
Lovísa Arnardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá fjölmiðlum Torgs síðastliðin fimm ár.

Ráðin í starf samskiptastjóra Garðabæjar
Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Garðabæjar sem var auglýst fyrr í haust.

203 Club lokað og Exit tekur við
Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu.

Adda og Hanna til Empower
Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári.

Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember
Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum.