Síðasta veiðiferð Múlabergsins og tólf skipverjum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 13:46 Múlaberg er annað tveggja skipa sem eftir er af tíu svokölluðum Japanstogurum sem komu hingað til lands fyrir um bil fimmtíu árum. Björn Steinbekk Togarinn Múlabergið á Siglufirði hefur farið í sína síðustu veiðiferð. Upp kom leki í ferðinni sem talið er of kostnaðarsamt að gera við. Tólf skipverjar hafa fengið uppsagnarbréf frá Ísfélaginu sem gerir út togarann. Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“ Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“
Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30