Viðskipti innlent

Lokar Brynju á næstu vikum

Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna.

Viðskipti innlent

Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra

Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. 

Viðskipti innlent

Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa

Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir.

Viðskipti innlent

Þrota­bú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og fé­lögum

Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað.

Viðskipti innlent

Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar

Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar.

Viðskipti innlent

Hörður hættir í Macland

Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Viðskipti innlent

Hjörtur frá Amazon til Lucinity

Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn yfirmaður tækni- og hugbúnaðarþróunar (CTO) hjá sprotafyrirtækinu Lucinity. Hann snýr nú aftur til Íslands eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum hjá tæknirisanum Amazon síðustu átta ár.

Viðskipti innlent