Arion banki hagnaðist um tæplega 26 milljarða Jón Þór Stefánsson skrifar 7. febrúar 2024 17:39 Benedikt Gíslason bankastjóri segir starfsemi Arion banka einkennast af stöðugleika. Vísir/Vilhelm Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna. Stjórn bankans leggur til að um þrettán milljarða króna arður verði greiddur út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar er bent á að hagnaðurinn sé álíka mikill og árið á undan en þá var hann 25,9 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að í síðustu viku var greint frá því að hagnaður Landsbankans væri 33,2 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram: Hagnaður Arion banka var 25.737 m.kr. á árinu, samanborið við 25.958 m.kr. á árinu 2022. Arðsemi eiginfjár var 13,6 prósent, samanborið við 14,1 prósent 2022. Hagnaður á hlut var 17,8 krónur, samanborið við 17,4 2022. Hreinn vaxtamunur var 3,1 prósent, óbreyttur frá árinu 2022. Góður fjórðungur í þóknanastarfsemi og námu heildarþóknanir 16,4 mö.kr. Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 7 prósent í samanburði árið 2022. Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 44,7 prósent á árinu, samanborið við 45,0 prósent á árinu 2022. Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 4,1 prósent frá árslokum 2022. Lán til viðskiptavina hafa aukist um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,1% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,7% í lok desember. Stjórn bankans leggur til að um 13 milljarða króna arður verði greiddur, að teknu tilliti til eigin bréfa bankans, sem samsvarar 9,0 krónum á hlut. Í tilkynningunni er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sem hafi einkennt árið 2023 hafi verið barátta við háa verðbólgu og jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. „Sú erfiða staða er uppi að íbúar Grindavíkur vita ekki hvenær, eða hvort, hægt verður að flytjast aftur til bæjarins. Vegna óvissunnar ákváðum við ásamt öðrum fjármálafyrirtækjum í nóvembermánuði að frysta íbúðalán vegna húsnæðis í Grindavík í þrjá mánuði og fella niður vexti og verðbætur lánanna á tímabilinu. Snemma árs 2024 framlengdum við úrræðið í þrjá mánuði, eða til aprílloka. Þannig viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við bakið á íbúum Grindavíkur,“ segir Benedikt. „Afkoma Arion samstæðunnar á árinu 2023 var góð og í samræmi við markmið okkar. Þriðja árið í röð nást öll helstu fjárhagsmarkmið ársins. Þannig einkennist starfsemi okkar af stöðugleika sem meðal annars byggist á einstöku og fjölbreyttu þjónustuframboði. Í raun er það svo að ekkert fjármálafyrirtæki hér á landi býður viðskiptavinum sínum jafn fjölbreytta fjármálaþjónustu og Arion samstæðan.“ Stjórnarformaður kveður Brynjólfur Bjarnason, sem var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi í nóvember 2014 og kjörinn formaður stjórnar í mars 2019, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. „Eftir að hafa setið í áratug í stjórn Arion banka og þar af gegnt stjórnarformennsku síðastliðin fimm ár, tel ég rétt að láta gott heita. Það hefur verið afar ánægjulegt að taka þátt í vegferð bankans sem hefur tekið miklum breytingum á þessum tíu árum,“ er haft eftir Brynjólfi sem segist sannfærður um að „Arion sé afar vel í stakk búinn að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Ég þakka hluthöfum bankans fyrir traustið. Starfsfólki Arion, stjórn og viðskiptavinum þakka ég árangursríkt samstarf.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. 5. febrúar 2024 11:16 Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. 5. febrúar 2024 08:13 Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar er bent á að hagnaðurinn sé álíka mikill og árið á undan en þá var hann 25,9 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að í síðustu viku var greint frá því að hagnaður Landsbankans væri 33,2 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram: Hagnaður Arion banka var 25.737 m.kr. á árinu, samanborið við 25.958 m.kr. á árinu 2022. Arðsemi eiginfjár var 13,6 prósent, samanborið við 14,1 prósent 2022. Hagnaður á hlut var 17,8 krónur, samanborið við 17,4 2022. Hreinn vaxtamunur var 3,1 prósent, óbreyttur frá árinu 2022. Góður fjórðungur í þóknanastarfsemi og námu heildarþóknanir 16,4 mö.kr. Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 7 prósent í samanburði árið 2022. Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 44,7 prósent á árinu, samanborið við 45,0 prósent á árinu 2022. Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 4,1 prósent frá árslokum 2022. Lán til viðskiptavina hafa aukist um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,1% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,7% í lok desember. Stjórn bankans leggur til að um 13 milljarða króna arður verði greiddur, að teknu tilliti til eigin bréfa bankans, sem samsvarar 9,0 krónum á hlut. Í tilkynningunni er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sem hafi einkennt árið 2023 hafi verið barátta við háa verðbólgu og jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. „Sú erfiða staða er uppi að íbúar Grindavíkur vita ekki hvenær, eða hvort, hægt verður að flytjast aftur til bæjarins. Vegna óvissunnar ákváðum við ásamt öðrum fjármálafyrirtækjum í nóvembermánuði að frysta íbúðalán vegna húsnæðis í Grindavík í þrjá mánuði og fella niður vexti og verðbætur lánanna á tímabilinu. Snemma árs 2024 framlengdum við úrræðið í þrjá mánuði, eða til aprílloka. Þannig viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við bakið á íbúum Grindavíkur,“ segir Benedikt. „Afkoma Arion samstæðunnar á árinu 2023 var góð og í samræmi við markmið okkar. Þriðja árið í röð nást öll helstu fjárhagsmarkmið ársins. Þannig einkennist starfsemi okkar af stöðugleika sem meðal annars byggist á einstöku og fjölbreyttu þjónustuframboði. Í raun er það svo að ekkert fjármálafyrirtæki hér á landi býður viðskiptavinum sínum jafn fjölbreytta fjármálaþjónustu og Arion samstæðan.“ Stjórnarformaður kveður Brynjólfur Bjarnason, sem var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi í nóvember 2014 og kjörinn formaður stjórnar í mars 2019, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. „Eftir að hafa setið í áratug í stjórn Arion banka og þar af gegnt stjórnarformennsku síðastliðin fimm ár, tel ég rétt að láta gott heita. Það hefur verið afar ánægjulegt að taka þátt í vegferð bankans sem hefur tekið miklum breytingum á þessum tíu árum,“ er haft eftir Brynjólfi sem segist sannfærður um að „Arion sé afar vel í stakk búinn að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Ég þakka hluthöfum bankans fyrir traustið. Starfsfólki Arion, stjórn og viðskiptavinum þakka ég árangursríkt samstarf.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. 5. febrúar 2024 11:16 Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. 5. febrúar 2024 08:13 Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. 5. febrúar 2024 11:16
Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. 5. febrúar 2024 08:13
Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37