Viðskipti erlent

Hundar ástæða íbúðakaupa hjá ungu fólki

Time greinir frá því að ný könnun SunTrust Mortgage sýni að þriðjungur þeirra sem tilheyra þúsaldarkynslóðinni og keyptu nýverið fyrsta heimili sitt hafi gert það vegna hunda sinna. Fleiri nefna hund sem ástæðu íbúðakaupa en hjónaband eða barneignir.

Viðskipti erlent

Paint verður áfram til staðar

Microsoft er hætt við að henda MS Paint eftir að mikil sorg braust út á samfélagsmiðlum. Forritið verður áfram aðgengilegt ókeypis í vefverslun Windows þó að það verði ekki hluti af nýjum uppfærslum á Windows 10-stýrikerfinu.

Viðskipti erlent

Viðsnúningur hjá Grikkjum

Grísk stjórnvöld hafa áform um að sækja sér fé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í fyrsta sinn í meira en þrjú ár. Þau hafa ráðið sex banka til þess að sjá um skuldabréfaútgáfuna, en gefin verða út skuldabréf til fimm ára.

Viðskipti erlent

Google ætlar að hætta að skanna Gmail

Notendur Gmail-tölvupóstþjónustu Google þurfa ekki lengur að óttast að fyrirtækið lesi tölvupósta þeirra. Google hefur tilkynnt að skönnun póstanna til að sníða auglýsingar að notendum verði hætt síðar á þessu ári.

Viðskipti erlent