Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum á dögunum. Vísir/EPA Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00