Rannsakendur við Kaupmannahafnarháskóla munu í dag birta afrakstur rannsóknar sinnar og vinnu að snjallsímaforriti sem getur sagt til um hvort notandi símans sé fullkomlega heiðarlegur eða ekki. Cnet greindi frá í gær.
Appið hefur fengið heitið Veritaps og virkar þannig að fylgst er með því hvernig notandinn ýtir á eða dregur fingurinn eftir snertiskjánum. Samkvæmt rannsókninni eru handahreyfingar meiri þegar notandinn er óheiðarlegur og mun appið þá birta rautt spurningarmerki.
Í viðtali við Cnet sagði Aske Mottelson, einn rannsakenda, að appið sé sambærilegt lygamæli. Hins vegar sé það ekki fyllilega áreiðanlegt og því ætti ekki að nota það í dómsal.
Sé notandinn að segja satt birtist grænt merki eftir að notandinn hefur til að mynda skrifað setningu, annars rautt.
Danir þróa lygamælisapp
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent




Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent