Fjarlægðu 8 milljón myndbönd á þremur mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:27 Youtube bregst við gagnrýni með útgáfu nýrrar skýrslu. Vísir/Getty Myndbandaveitan Youtube segist hafa fjarlægt rúmlega 8,3 milljónir myndbanda af vefsíðunni á þriggja mánaða tímabili í fyrra. Youtube hefur sætt gagnrýni síðustu misseri fyrir að taka ekki harðar á ofbeldis- og hatursfullum myndböndum á síðunni. Stjórnendur síðunnar hafa nú sent frá sér skýrslu þar sem aðgerðir Youtube á síðasta ársfjórungi ársins 2017 eru reifaðar. Þar segja þeir meðal annars að þessi 8 milljón myndbönd sem fjarlægð voru á tímabilinu séu aðeins örlítið brot af öllum þeim myndböndunum sem hlaðið var upp á Youtube frá októbermánuði til ársloka í fyrra. Flest hinna fjarlægðu myndbanda hafi verið afrit af öðrum myndböndum eða innihaldið klámfengið efni. Youtube segir að öryggiskerfi síðunnar hafi í flestum tilfellum sjálft áttað sig á því að um óæskilegt efni væri að ræða. Því hafi um 76% allra fyrrnefndra myndbandanna verið eytt áður en þau fengu eitt einasta áhorf.Í kjölfar skotárásarinnar í Parkland í Flórída í upphafi árs fóru mörg samsæriskenningamyndbönd á flug á Youtube, eitt þeirra rataði jafnvel á lista yfir vinsælustu myndböndin þann daginn. Þó svo að notendareglur Youtube kveði ekki á um bann við falsupplýsingum eða samsæriskenningum segjast stjórnendur síðunnar ætla að hengja hlekk á vefalfræðiorðabókina Wikipedia við „augljósustu samsæriskenningarnar“ á síðunni, eins og það er orðað á vef Guardian. Google, sem er í eigu sama móðurfyrirtækis og Youtube, hefur heitið því að ráða þúsundir einstaklinga til að vakta efni sem hlaðið er upp á myndbandaveituna. Vonast fyrirtækið til að ritskoðunarstarfsmenn verði um 10 þúsund talsins fyrir lok þessa árs. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Myndbandaveitan Youtube segist hafa fjarlægt rúmlega 8,3 milljónir myndbanda af vefsíðunni á þriggja mánaða tímabili í fyrra. Youtube hefur sætt gagnrýni síðustu misseri fyrir að taka ekki harðar á ofbeldis- og hatursfullum myndböndum á síðunni. Stjórnendur síðunnar hafa nú sent frá sér skýrslu þar sem aðgerðir Youtube á síðasta ársfjórungi ársins 2017 eru reifaðar. Þar segja þeir meðal annars að þessi 8 milljón myndbönd sem fjarlægð voru á tímabilinu séu aðeins örlítið brot af öllum þeim myndböndunum sem hlaðið var upp á Youtube frá októbermánuði til ársloka í fyrra. Flest hinna fjarlægðu myndbanda hafi verið afrit af öðrum myndböndum eða innihaldið klámfengið efni. Youtube segir að öryggiskerfi síðunnar hafi í flestum tilfellum sjálft áttað sig á því að um óæskilegt efni væri að ræða. Því hafi um 76% allra fyrrnefndra myndbandanna verið eytt áður en þau fengu eitt einasta áhorf.Í kjölfar skotárásarinnar í Parkland í Flórída í upphafi árs fóru mörg samsæriskenningamyndbönd á flug á Youtube, eitt þeirra rataði jafnvel á lista yfir vinsælustu myndböndin þann daginn. Þó svo að notendareglur Youtube kveði ekki á um bann við falsupplýsingum eða samsæriskenningum segjast stjórnendur síðunnar ætla að hengja hlekk á vefalfræðiorðabókina Wikipedia við „augljósustu samsæriskenningarnar“ á síðunni, eins og það er orðað á vef Guardian. Google, sem er í eigu sama móðurfyrirtækis og Youtube, hefur heitið því að ráða þúsundir einstaklinga til að vakta efni sem hlaðið er upp á myndbandaveituna. Vonast fyrirtækið til að ritskoðunarstarfsmenn verði um 10 þúsund talsins fyrir lok þessa árs.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira