
Viðskipti erlent

Nasdaq hækkaði í dag
Nasdaq vísitalan hækkaði í dag en Dow Jones og Standard & Poor´s lækkuðu. Reuters telur að breytingarnar séu viðbrögð við því að Hvíta húsið gaf út þá yfirlýsingu að ekki stæði til að þjóðnýta bankana. Dow Jones lækkaði um 0,7%. Standard & Poor´s lækkaði um 0,8% og Nasdaq Composite hækkaði um 0,21%.

Fall á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum
Gengi hlutabréfa hefur fallið víða um heim það sem af er dags. Lélegar uppgjörstölur fyrirtækja, sem hafa verið að skila sér í hús síðustu daga, skýra fallið að mestu leyti, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.

Japanir selja vélmenni í líki Mini Me
Japönsk leikfangasmiðja býður nú viðskiptavinum sínum vélmenni í líki dvergsins Mini Me til sölu. Hvert vélmenni er smíðað eftir óskum kaupandans.

Fjárfestar í röðum eftir að fá að kaup hlut Baugs í Iceland
Fjárfestingarbankar standa nú í röð eftir að komast að samningaborði skilanefndar Landsbankans með kaup á 14% hlut Baugs í verslunarkeðjunni Iceland.

Enn lækkun á mörkuðum í Asíu
Hlutabréf féllu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og voru það meðal annars bréf banka og flugfélaga sem urðu fyrir þeirri lækkun.

Metfjölgun atvinnulausra í Bandaríkjanna
Metfjölgun varð í hópi atvinnulausra í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í febrúar, samkvæmt gögnum sem Vinnumálastofnun Bandaríkjanna sýna. Þá misstu 627 þúsund manns. Sambærileg aukning varð í vikunni á eftir. Hefur atvinnulausum ekki fjölgað eins mikið í 26 ár. Um 5 milljónir manna eru nú atvinnulausir um gervöll Bandaríkin.

Starfsfólki skókeðju JJB Sports sagt upp
438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli.

UBS-bankinn býður bætur vegna felureikninga
UBS-bankinn í Sviss hefur samþykkt að greiða bandarískum stjórnvöldum um 780 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 89 milljarða króna, í bætur fyrir að skjóta peningum bandarískra skattgreiðenda undan þarlendum skattyfirvöldum.

Veiking jensins hækkar hlutabréfaverð í Asíu
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir nokkurra daga lækkunarskeið og er hækkunin rakin til veikingar japanska jensins en hún gerir það að verkum að útflutningur eykst.

Saab fer fram á greiðslustöðvun
Bílaframleiðandinn Saab í Svíþjóð hyggst fara fram á greiðslustöðvun og reyna að koma á rekstrarlegum umbótum. Búist er við að beiðni um greiðslustöðvunina verði lögð fyrir dómstól á morgun. Ákvörðun stjórnenda Saab er tekin í kjölfar þeirra skilaboða frá eigandanum General Motors, að ekki komi til greina að leggja meira fé í Saab en þegar hefur verið gert.

Innrás Philip Green hafin í Bandaríkjunum
Sir Philip Green hefur svipt hulunni af opnun Topshop í New York. Topshop keðjan er flaggskip auðjöfursins en hann ætlar nú að opna fimmtán slíkar verslanir í Bandaríkjunum.

Starfsmenn Saab uggandi
Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið.

Íbúar á Mön fá 60% af innistæðum sínum hjá Kaupþingi
Stjórnvöld á eyjunni Mön munu segja fyrir dómi á morgun að þau muni tryggja 60% af innistæðum eyjabúa hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings á Mön.

Þekkt úr John F. Kennedy og Onassis á uppboð
Úr sem áður var í eigu John F. Kennedy og síðar Aristotle Onassis verður sett á uppboð í London á næstunni. Reiknað er með að úrið, sem er gullúr af gerðinni Nastrix, muni seljast á allt að yfir 20 milljón kr..

Fimmta hvert fyrirtæki í Danmörku á barmi gjaldþrots
Þúsundir danskra fyrirtækja eru nú á barmi gjaldþrots vegna fjármálakreppunnar. Greiningarfyrirtækið Experian telur að fimmta hvert fyrirtæki Danmerkur sé nú í mikilli hættu á að lenda í gjaldþroti.

Riksbanken hagnaðist á gjaldmiðlasamningi við SÍ
Freyr Hermannsson sérfræðingur hjá alþjóða- og markaðsdeild Seðlabanka Íslands segir að frétt sem birt var á vísir.is í gær um milljarðatap norrænna seðlabanka af gjaldmiðlaskiptasamningum þeirra við Seðlabanka Íslands (SÍ) sé röng. Hið rétta sé að seðlabanki Svíþjóðar, Riksbanken, hafi hagnast á samningi sínum.

McDonald´s vill opna 500 hamborgarastaði í Kína
McDonald´s hefur í hyggju að opna 500 nýja hamborgarastaði í Kína á næstu þremur árum. Fyrir í landinu eru 146 staðir þar sem Kínverjar geta keypt sér Big Mac og annan skyndibita.

Segir Bretland og Sviss á barmi íslenskra örlaga
Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina.

Bílaframleiðandinn Saab gæti brátt heyrt sögunni til
Sænski bílaframleiðandinn Saab stendur frammi fyrir gjaldþroti, mögulega í þessum mánuði. Eigandi Saab, General Motors, ætlar ekki að leggja Saab til meira fé en orðið er og sænska ríkið hefur einnig hafnað hugmyndum um aðkomu þess að framleiðslunni.

Húsgögn og tölvur Landsbankans í Amsterdam á uppboð
Húsgögn, tölvur og annar skrifstofubúnaður Landsbankans í Amsterdam verður settur á uppboð í næstu viku. Fer upphæðin sem fæst á uppboðinu upp í skuldir bankans vegna Icesave-reikninganna í Hollandi.

Hlutabréf lækka í Asíu
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun, þriðja daginn í röð, en aukinnar svartsýni gætir meðal fjárfesta í kjölfar stöðugra frétta af tapi stórfyrirtækja og ískyggilegra spádóma frá ríkisstjórnum og seðlabönkum.

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar
Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði og fór niður fyrir 35 dollara á tunnu vestanhafs í gær. Norðursjávarolía var þá í 41 dollara eftir að hafa lækkað um tvo og hálfan dollara frá því fyrir helgi.

Svartur dagur í Bandaríkjunum
Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni.

Fjárlaganefnd sænska þingsins samþykkir Íslandslán
Fjárlaganefnd sænska þingsins samþykkti í dag fyrirhugað lán Svía til Íslands upp á 6,5 milljarða sænskra kr. eða sem svarar til tæplega 85 milljarða kr..

Þýska flugfélagið Air Berlin hyggur á flug til Íslands
Þýska flugfélagið Air Berlin hyggur á áætlanaflug til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no. Þar segir að flug til Íslands sé liður í áætlunum félagsins um beint flug til og frá Berlín til allra Norðurlandanna.

Spilavítaveldi Donald Trump riðar til falls
Fastlega er gert ráð fyrir því að spilavítaveldi Donald Trump, Trump Entertainment Resorts, verði tekið til gjaldþrotaskipta í dag.

Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr..

Hluthafar Rio Tinto í uppreisn vegna Kínasamnings
Stór hópur hluthafa í Rio Tinto segjast ætla að greiða atkvæði gegn samningi félagsins við kínverska ríkisálfélagið Chinalco. Segja þeir að Kínverjarnir fái of mikið fyrir of lítið með samningnum en´með honum koma tæplega 20 milljarðar dollara í nýju hlutfé inn í Rio Tinto.

Debenhams og Arcadia slást um Principles
Debenhams og Arcadia, sem er í eigu sir Philip Green, eru líklegustu aðilarnir til að festa kaup á verslunarkeðjunni Principles sem er í eigu Mosaic Fashions.

Bréf lækka í Asíu
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun og hafa helstu hlutabréfavísitölur álfunnar ekki tekið lægri stöðu í þrjár vikur. Til dæmis féll stærsta líftryggingafyrirtæki Japans um 10 prósent og stórfyrirtæki sem framleiðir minniskubba í tölvur lækkaði í verði um tæp níu prósent. Lækkunin er að miklu leyti rakin til svartrar skýrslu japanskra stjórnvalda um samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar sem hefur ekki verið meiri í á fjórða áratug.