Viðskipti erlent Skotlandsbanki undirbýr 2.300 uppsagnir Skotlandsbanki undirbýr nú uppsagnir 2.300 starfsmanna um allt Bretland, en sá fjöldi nemur um tveimur prósentum af starfsfólki bankans. Viðskipti erlent 11.2.2009 07:26 Hlutabréf taka dýfu í kjölfar orða Geithners Töluverð lækkun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun, alls staðar nema í Japan þar sem kauphallir eru lokaðar vegna almenns frídags. Viðskipti erlent 11.2.2009 07:22 Aukin hætta á greiðslufalli Greiðslufallsáhætta Moody's á heimsvísu var 4,8 prósent í janúar, en var 1,1 prósent fyrir ári. Spá Moody's gerir ráð fyrir að greiðslufallsáhættan hækki hratt og verði 16,4 prósent í nóvember en lækki svo aftur aðeins í desember. Viðskipti erlent 11.2.2009 00:01 Franska forsetafrúin selur höll sína á Ítalíu Arrivederci Ítalía og bonjour Frakkland. Franska forsetafrúin Carla Bruni hefur selt höll sína á Ítalíu til arabísk sheiks fyrir tæpa 1,4 milljarða kr.. Þar með hefur Bruni ákveðið að kveðja heimaland sitt en hún ólst upp í þessari höll. Viðskipti erlent 10.2.2009 14:23 Tvö af dótturfélögum JJB Sports komin í greiðslustöðvun Tvö af dótturfélögum íþróttavöruverslunarkeðjunnar JJB Sports í Bretlandi eru komin í greiðslustöðvun. Gamla Kaupþing er nú stærsti hluthafinn í JJB Sports eftir að hafa gert veðkall í sameiginlegum hlut Exista og Chris Ronnie fyrrum forstjóra félagsins. Viðskipti erlent 10.2.2009 13:37 Nær öllum sagt upp á skrifstofu Baugs í London Nær öllum starfsmönnum á skrifstofu Baugs í London verður sagt upp í dag. Aðeins Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður, Gunnar Sigurðsson forstjóri og Andrew Lobb forstöðumaður lagadeildar félagsins munu starfa þar áfram. Viðskipti erlent 10.2.2009 12:50 Breskir bankastjórar grillaðir hjá þingnefnd um bankahrunið Fyrrverandi framkvæmdastjórar og stjórnarformenn tveggja stærstu banka Bretlandseyja báðust í dag afsökunar á framferði sínu fyrir bankahrun. Þeir báru vitni fyrir breskri þingnefnd þar sem hart var gengið á þá. Viðskipti erlent 10.2.2009 12:27 Fjárfestapar gerir tilboð í Carnegie bankann í Svíþjóð Meðal áhugasamra kaupenda Carnegie bankans í Svíþjóð eru fjárfestaparið Patrik Enblad og Anders Böös að því er heimildir Dagens Industri herma. Þeir hafa áður sýnt Carnegie áhuga en eru nú með stuðning þriðja stærsta banka Sviss á bakvið sig. Viðskipti erlent 10.2.2009 11:20 GGE bætir við hlut sinn í Envent Holdings á Filippseyjum Geysir Green Energy (GGE) mun auka hlut sinn í orkufyrirtækinu Envent Holdings á Filippseyjum úr 50% og í 80%. Jafnframt mun GGE taka við stjórn Envent. Viðskipti erlent 10.2.2009 10:28 Breyta verður bankalöggjöf ESB eftir íslenska bankahrunið Breska fjármálaráðuneytið (FSA) segir að hrun íslensku bankanna hafi leitt í ljós að núverandi bankalöggjöf Evrópusambandsins sé ekki á vetur setjandi. Viðskipti erlent 10.2.2009 09:30 Century Aluminium lokar álveri í Bandaríkjunum Century Aluminium hefur ákveðið að loka einu af álverum sínum í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Century er móðurfélag Norðuráls á Grundartanga og skráð í kauphöllinni hér á landi. Viðskipti erlent 10.2.2009 09:15 Lækkun á bréfum í Asíu Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun og er talið að óvissa um 800 milljarða aukabjörgunarpakka bandaríska þingsins valdi því að fjárfestar hafi stigið varlega til jarðar undanfarna daga. Viðskipti erlent 10.2.2009 08:07 Rússneskir bankar leita á náðir ríkisstjórnarinnar Rússneskir bankar hafa nú leitað til ríkisstjórnar landsins og farið þess á leit að hún komi að samningaviðræðum þeirra við erlenda lánardrottna um endurfjármögnun skulda sem nema 400 milljörðum dollara og eiga að vera uppgreiddar innan fjögurra ára. Viðskipti erlent 10.2.2009 07:32 Nissan segir upp 20 þúsund manns Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt um að félagið hyggist segja upp 20 þúsund manns á næsta ári. Gripið er til þessa vegna vernsandi ástands í bílasölu um allan heim en um er að ræða 8,5 prósent af öllum starfsmönnum bílarisans. Forstjóri fyrirtækisins segir að bílaiðnaðurinn um allan heim sé í miklum vandræðum og að Nissan sé engin undantekning í því sambandi. Viðskipti erlent 9.2.2009 17:22 Kúafretir gætu kostað danska bændur milljónir kr. Fretir og ropar úr kúm og svínum gætu kostað danska bændur milljónir danskra króna á næstu árum verði tillögur skattanefndar Danmerkur um gjöld fyrir losun á metangasi út í andrúmsloftið að veruleika. Viðskipti erlent 9.2.2009 15:37 Reiknað með aukinni sölu á frystum fiski í Bretlandi Reiknað er með að sala á frosnum matvælum í Bretlandi muni nema ríflega 5 milljörðum punda á þessu ári, og mest verði aukningin í sölu á frystum sjávarafurðum. Viðskipti erlent 9.2.2009 13:26 Nissan segir upp 20 þúsund starfsmönnum Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að segja upp tuttugu þúsund manns vegna samdráttar í bílasölu. Þetta jafngildir 8,5 prósentum af öllu starfsfólki Nissan. Viðskipti erlent 9.2.2009 10:29 Kaupandi fundinn að Carnegie bankanum í Svíþjóð Samkvæmt frétt í Dagens Nyheder er búið að finna kaupenda að Carnegie bankanum sænska og að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Milestone átti 10% í bankanum þegar sænska ríkið þjóðnýtti hann fyrr í vetur. Viðskipti erlent 9.2.2009 08:58 Segir Íslendinga vera hina nýju Pólverja Ásókn Íslendinga í störf í Noregi hefur margfaldast að undanförnu og í frétt um málið í blaðinu Aftenposten eru Íslendingar sagðir vera hinir nýju Pólverjar þar í landi. Viðskipti erlent 9.2.2009 08:46 Nikkei-vísitalan lækkaði um tæpt prósent Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæpt prósent í morgun en jenið, gjaldmiðill Japans, styrktist hins vegar töluvert og hefur ekki haft jafnsterka stöðu gagnvart bandaríkjadollar í meira en þrjár vikur. Talið er að japanskir útflytjendur kaupi nú jen í miklum mæli til að reyna að styrkja gjaldmiðilinn. Í Hong Kong hækkuðu hlutabréf í viðskiptum dagsins og þokaðist Hang Seng-vísitalan upp á við um tæpt prósent. Viðskipti erlent 9.2.2009 07:26 Blankir Baugsmenn þurftu að selja þyrlu til forstjóra Iceland Fjárhagsstaða Baugs var svo bág í lok síðasta árs að félagið neyddist til að selja þyrlu í eigu þess til Malcolm Walker, forstjóra Iceland, fyrir tvær milljónir punda eða um 340 milljónir króna. Viðskipti erlent 8.2.2009 10:23 Kaupþing ætlar að endurskipuleggja Mosaic Kaupþing hefur tekið yfir 49% hlut Baugs í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashion og hyggst bankinn endurskipuleggja reksturinn að sögn The Sunday Times. Skuldir Baugs við Kaupþing nema 450 milljónum punda eða um 76 milljörðum samkvæmt blaðinu. Viðskipti erlent 8.2.2009 10:16 Þingnefnd rannsakar innlán sveitarfélaga á reikninga bankanna Nefnd á vegum breska þingsins rannsakar nú þá ákvörðun margra sveitastjórna í Bretlandi að leggja sparifé inn á reikninga íslensku bankanna, en féð var fryst þegar bankarnir hrundu í október. Richard Kemp borgarfulltrúi í Liverpool borg hefur fullyrt fyrir nefndinni að viðræður við skilanefndir bankanna gæfu ástæðu til þess að vonast til að féð fengist greitt. Viðskipti erlent 8.2.2009 09:46 Kanna áhættustjórnun bankastjórna Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra. Viðskipti erlent 7.2.2009 22:58 Atvinnuleysið 7,6% í Bandaríkjunum Atvinnuleysi jókst meira í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en nokkru sinni síðan árið 1974, segir á vef breska blaðsins Times. Viðskipti erlent 7.2.2009 12:18 Íbúar í Huddersfield fá enn ekkert út úr Icesave Útsvarsgreiðendur í Huddersfield í Bretlandi bíða enn eftir því að fá greidda peninga út úr Icesave reikningum Landsbanka Íslands. Viðskipti erlent 7.2.2009 11:05 FIH bankinn þarf að afskrifa 10 milljarða kr. FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins þarf að afskrifa um hálfan milljarð danskra kr. eða tæplega 10 milljarða kr. eftir árið í fyrra. Bankinn mun samt skila hagnaði eftir árið. Viðskipti erlent 6.2.2009 16:04 Verð á gulli rýfur brátt 1.000 dollara múrinn Heimsmarkaðsverð á gulli mun brátt fara yfir 1.000 dollara á únsuna og stefnir jafnvel í að setja nýtt met. Fjárfestar standa nú í röðum eftir að kaupa gull sökum þeirrar óvissu sem ríkir nú á fjármálamörkuðum heimsins. Viðskipti erlent 6.2.2009 15:09 Greiðslustöðvun BG Holding samþykkt í London Dómstóll í London hefur fallist á beiðni skilanefndar Landsbankans um greiðslustöðvun hjá BG Holding félagi Baugs í London. Jafnframt hefur PriceWaterhouseCoopers verið skipað sem stjórnendur félagsins meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Viðskipti erlent 6.2.2009 12:10 Volvo blæðir út í fjármálakreppunni Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð skilaði tapi upp á 2,5 milljarða sænskr kr. eða um 35 milljörðum kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Greinendur höfðu hinsvegar spáð tapi upp á þriðjung af þeirri upphæð eða 807 milljónir sænskra kr.. Viðskipti erlent 6.2.2009 11:11 « ‹ 321 322 323 324 325 326 327 328 329 … 334 ›
Skotlandsbanki undirbýr 2.300 uppsagnir Skotlandsbanki undirbýr nú uppsagnir 2.300 starfsmanna um allt Bretland, en sá fjöldi nemur um tveimur prósentum af starfsfólki bankans. Viðskipti erlent 11.2.2009 07:26
Hlutabréf taka dýfu í kjölfar orða Geithners Töluverð lækkun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun, alls staðar nema í Japan þar sem kauphallir eru lokaðar vegna almenns frídags. Viðskipti erlent 11.2.2009 07:22
Aukin hætta á greiðslufalli Greiðslufallsáhætta Moody's á heimsvísu var 4,8 prósent í janúar, en var 1,1 prósent fyrir ári. Spá Moody's gerir ráð fyrir að greiðslufallsáhættan hækki hratt og verði 16,4 prósent í nóvember en lækki svo aftur aðeins í desember. Viðskipti erlent 11.2.2009 00:01
Franska forsetafrúin selur höll sína á Ítalíu Arrivederci Ítalía og bonjour Frakkland. Franska forsetafrúin Carla Bruni hefur selt höll sína á Ítalíu til arabísk sheiks fyrir tæpa 1,4 milljarða kr.. Þar með hefur Bruni ákveðið að kveðja heimaland sitt en hún ólst upp í þessari höll. Viðskipti erlent 10.2.2009 14:23
Tvö af dótturfélögum JJB Sports komin í greiðslustöðvun Tvö af dótturfélögum íþróttavöruverslunarkeðjunnar JJB Sports í Bretlandi eru komin í greiðslustöðvun. Gamla Kaupþing er nú stærsti hluthafinn í JJB Sports eftir að hafa gert veðkall í sameiginlegum hlut Exista og Chris Ronnie fyrrum forstjóra félagsins. Viðskipti erlent 10.2.2009 13:37
Nær öllum sagt upp á skrifstofu Baugs í London Nær öllum starfsmönnum á skrifstofu Baugs í London verður sagt upp í dag. Aðeins Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður, Gunnar Sigurðsson forstjóri og Andrew Lobb forstöðumaður lagadeildar félagsins munu starfa þar áfram. Viðskipti erlent 10.2.2009 12:50
Breskir bankastjórar grillaðir hjá þingnefnd um bankahrunið Fyrrverandi framkvæmdastjórar og stjórnarformenn tveggja stærstu banka Bretlandseyja báðust í dag afsökunar á framferði sínu fyrir bankahrun. Þeir báru vitni fyrir breskri þingnefnd þar sem hart var gengið á þá. Viðskipti erlent 10.2.2009 12:27
Fjárfestapar gerir tilboð í Carnegie bankann í Svíþjóð Meðal áhugasamra kaupenda Carnegie bankans í Svíþjóð eru fjárfestaparið Patrik Enblad og Anders Böös að því er heimildir Dagens Industri herma. Þeir hafa áður sýnt Carnegie áhuga en eru nú með stuðning þriðja stærsta banka Sviss á bakvið sig. Viðskipti erlent 10.2.2009 11:20
GGE bætir við hlut sinn í Envent Holdings á Filippseyjum Geysir Green Energy (GGE) mun auka hlut sinn í orkufyrirtækinu Envent Holdings á Filippseyjum úr 50% og í 80%. Jafnframt mun GGE taka við stjórn Envent. Viðskipti erlent 10.2.2009 10:28
Breyta verður bankalöggjöf ESB eftir íslenska bankahrunið Breska fjármálaráðuneytið (FSA) segir að hrun íslensku bankanna hafi leitt í ljós að núverandi bankalöggjöf Evrópusambandsins sé ekki á vetur setjandi. Viðskipti erlent 10.2.2009 09:30
Century Aluminium lokar álveri í Bandaríkjunum Century Aluminium hefur ákveðið að loka einu af álverum sínum í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Century er móðurfélag Norðuráls á Grundartanga og skráð í kauphöllinni hér á landi. Viðskipti erlent 10.2.2009 09:15
Lækkun á bréfum í Asíu Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun og er talið að óvissa um 800 milljarða aukabjörgunarpakka bandaríska þingsins valdi því að fjárfestar hafi stigið varlega til jarðar undanfarna daga. Viðskipti erlent 10.2.2009 08:07
Rússneskir bankar leita á náðir ríkisstjórnarinnar Rússneskir bankar hafa nú leitað til ríkisstjórnar landsins og farið þess á leit að hún komi að samningaviðræðum þeirra við erlenda lánardrottna um endurfjármögnun skulda sem nema 400 milljörðum dollara og eiga að vera uppgreiddar innan fjögurra ára. Viðskipti erlent 10.2.2009 07:32
Nissan segir upp 20 þúsund manns Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt um að félagið hyggist segja upp 20 þúsund manns á næsta ári. Gripið er til þessa vegna vernsandi ástands í bílasölu um allan heim en um er að ræða 8,5 prósent af öllum starfsmönnum bílarisans. Forstjóri fyrirtækisins segir að bílaiðnaðurinn um allan heim sé í miklum vandræðum og að Nissan sé engin undantekning í því sambandi. Viðskipti erlent 9.2.2009 17:22
Kúafretir gætu kostað danska bændur milljónir kr. Fretir og ropar úr kúm og svínum gætu kostað danska bændur milljónir danskra króna á næstu árum verði tillögur skattanefndar Danmerkur um gjöld fyrir losun á metangasi út í andrúmsloftið að veruleika. Viðskipti erlent 9.2.2009 15:37
Reiknað með aukinni sölu á frystum fiski í Bretlandi Reiknað er með að sala á frosnum matvælum í Bretlandi muni nema ríflega 5 milljörðum punda á þessu ári, og mest verði aukningin í sölu á frystum sjávarafurðum. Viðskipti erlent 9.2.2009 13:26
Nissan segir upp 20 þúsund starfsmönnum Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að segja upp tuttugu þúsund manns vegna samdráttar í bílasölu. Þetta jafngildir 8,5 prósentum af öllu starfsfólki Nissan. Viðskipti erlent 9.2.2009 10:29
Kaupandi fundinn að Carnegie bankanum í Svíþjóð Samkvæmt frétt í Dagens Nyheder er búið að finna kaupenda að Carnegie bankanum sænska og að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Milestone átti 10% í bankanum þegar sænska ríkið þjóðnýtti hann fyrr í vetur. Viðskipti erlent 9.2.2009 08:58
Segir Íslendinga vera hina nýju Pólverja Ásókn Íslendinga í störf í Noregi hefur margfaldast að undanförnu og í frétt um málið í blaðinu Aftenposten eru Íslendingar sagðir vera hinir nýju Pólverjar þar í landi. Viðskipti erlent 9.2.2009 08:46
Nikkei-vísitalan lækkaði um tæpt prósent Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæpt prósent í morgun en jenið, gjaldmiðill Japans, styrktist hins vegar töluvert og hefur ekki haft jafnsterka stöðu gagnvart bandaríkjadollar í meira en þrjár vikur. Talið er að japanskir útflytjendur kaupi nú jen í miklum mæli til að reyna að styrkja gjaldmiðilinn. Í Hong Kong hækkuðu hlutabréf í viðskiptum dagsins og þokaðist Hang Seng-vísitalan upp á við um tæpt prósent. Viðskipti erlent 9.2.2009 07:26
Blankir Baugsmenn þurftu að selja þyrlu til forstjóra Iceland Fjárhagsstaða Baugs var svo bág í lok síðasta árs að félagið neyddist til að selja þyrlu í eigu þess til Malcolm Walker, forstjóra Iceland, fyrir tvær milljónir punda eða um 340 milljónir króna. Viðskipti erlent 8.2.2009 10:23
Kaupþing ætlar að endurskipuleggja Mosaic Kaupþing hefur tekið yfir 49% hlut Baugs í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashion og hyggst bankinn endurskipuleggja reksturinn að sögn The Sunday Times. Skuldir Baugs við Kaupþing nema 450 milljónum punda eða um 76 milljörðum samkvæmt blaðinu. Viðskipti erlent 8.2.2009 10:16
Þingnefnd rannsakar innlán sveitarfélaga á reikninga bankanna Nefnd á vegum breska þingsins rannsakar nú þá ákvörðun margra sveitastjórna í Bretlandi að leggja sparifé inn á reikninga íslensku bankanna, en féð var fryst þegar bankarnir hrundu í október. Richard Kemp borgarfulltrúi í Liverpool borg hefur fullyrt fyrir nefndinni að viðræður við skilanefndir bankanna gæfu ástæðu til þess að vonast til að féð fengist greitt. Viðskipti erlent 8.2.2009 09:46
Kanna áhættustjórnun bankastjórna Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra. Viðskipti erlent 7.2.2009 22:58
Atvinnuleysið 7,6% í Bandaríkjunum Atvinnuleysi jókst meira í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en nokkru sinni síðan árið 1974, segir á vef breska blaðsins Times. Viðskipti erlent 7.2.2009 12:18
Íbúar í Huddersfield fá enn ekkert út úr Icesave Útsvarsgreiðendur í Huddersfield í Bretlandi bíða enn eftir því að fá greidda peninga út úr Icesave reikningum Landsbanka Íslands. Viðskipti erlent 7.2.2009 11:05
FIH bankinn þarf að afskrifa 10 milljarða kr. FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins þarf að afskrifa um hálfan milljarð danskra kr. eða tæplega 10 milljarða kr. eftir árið í fyrra. Bankinn mun samt skila hagnaði eftir árið. Viðskipti erlent 6.2.2009 16:04
Verð á gulli rýfur brátt 1.000 dollara múrinn Heimsmarkaðsverð á gulli mun brátt fara yfir 1.000 dollara á únsuna og stefnir jafnvel í að setja nýtt met. Fjárfestar standa nú í röðum eftir að kaupa gull sökum þeirrar óvissu sem ríkir nú á fjármálamörkuðum heimsins. Viðskipti erlent 6.2.2009 15:09
Greiðslustöðvun BG Holding samþykkt í London Dómstóll í London hefur fallist á beiðni skilanefndar Landsbankans um greiðslustöðvun hjá BG Holding félagi Baugs í London. Jafnframt hefur PriceWaterhouseCoopers verið skipað sem stjórnendur félagsins meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Viðskipti erlent 6.2.2009 12:10
Volvo blæðir út í fjármálakreppunni Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð skilaði tapi upp á 2,5 milljarða sænskr kr. eða um 35 milljörðum kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Greinendur höfðu hinsvegar spáð tapi upp á þriðjung af þeirri upphæð eða 807 milljónir sænskra kr.. Viðskipti erlent 6.2.2009 11:11