Norska krónan gjaldeyrisskjól í stað dollarans og frankans 19. mars 2009 10:32 Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira